Ajour System A/S hefur opnað skrifstofu á Íslandi
Til að marka það að Ajour Ísland er orðið að veruleika og nú þegar með þó nokkra mikilvæga leikmenn sem viðskiptavini, fórum við til Íslands og héldum uppá það með opnunarhátíð í Norræna Húsinu í Reykjavík.
Framkvæmdastjórinn, René Mortensen og ráðgjafinn Morten Rafn komu þar saman ásamt íslenska teyminu okkar sem samanstendur af Jóhannesi Barkarsyni og Magnúsi Jónssyni.
– Við erum mjög spenntir og glaðir yfir að fá að standa fyrir Ajour Ísland með skilvirka vöru sem er á íslensku. Það er mjög stór kostur! Að auki er það annar stór kostur að öll innleiðsla af vörum Ajour fer fram á íslensku af Íslendingum – það á einnig við um sölu og stuðning kerfisins. Okkur þykir það veita íslensku viðskiptavinum okkar mikið gildi., útskýra Jóhannes Barkarson og Magnús Jónsson.
Um stofnun Ajour Ísland ræðir René Mortensen, framkvæmdastjóri Ajour System:
– Það er frábært að koma til Íslands og fá svona góðar viðtökur. Við upplifum Íslendinga sem móttækilega og opna fyrir nýrri tækni og nýjum aðferðum, að sama skapi erum við ánægð að geta skilað af okkur skilvirkum stafrænum verkfærum til íslenska bygginga- og fasteignageirans. Á sama tíma viljum við segja takk fyrir við ÍAV og Efla fyrir að segja frá faglegri reynslu sinni og upplifun af Ajour á opnunarhátíðinni.