Ajour System A/S kynnir CAD Studion AB sem nýjan samstarfsaðila í Svíþjóð.
Ajour System A/S og CAD Studion AB gleðjast yfir því að geta tilkynnt samstarf sitt um stefnumótandi samstarfssamning um að koma markaðsleiðandi innihaldsstjórnunar- og verksamstarfslausnum Ajour til Autodesk Revit í byggingariðnaðinn í Svíþjóð.
Samsetning af lausnum Ajour System og alhliða iðnaðarþekkingu og ráðgjafaþjónustu CAD Studions munu skila af sér fyrsta flokks og verðmætri þjónustu til kúnnanna.
Með tækni, sem enn spilar mikilvægt hlutverk í öllum hlutum byggingaframkvæmda um að skila af sér aukinni framleiðslu og verkgæðum, viðurkennir iðnaðurinn að þeir verða að flýta fyrir upptöku stafrænna lausna til að mæta þörfum og kröfum viðskiptavina bæði til skemmri og lengri tíma.
Samstarfið sameinar þá hæfni sem tengist byggingariðnaðinum og þeirri sem tengd er tækniiðnaðinum, vöru- og tækniþróun sem og framkvæmdina sem mun hjálpa og styðja viðskiptavini við að ná árangri í gegnum innleiðinguna.
CAD Studion er leiðandi sænskur Autodesk-heimilaður söluaðili sem hefur mikla reynslu af BIM-hönnun og vinnur með innleiðingu af Autudesk BIM-lausnum, faglega verkráðgjafaþjónustu og viðhald á byggingum og þjónustu. Vettvangur AjourContent mun auka gæði til þessa tilboðs frá CAD Studion.
„Samstarfið er sterk sameining. CAD Studion er vel þekktur og virtur birgir fyrir byggingariðnaðinn. Þeirra þekking á verkefnaframkvæmd og samstarfsaðferðum er góð viðbót við það hvernig við í Ajour veljum að vinna með kúnnunum okkar. Við viljum meina að þetta samstarf muni verða iðnaðarleiðandi í sænska byggingamarkaðinum. Við hlökkum til samstarfsins.“ sagði Michael Schwartz, sölustjóri Ajour System.
„Samstarf við Ajour System mun bæta við samkeppnishæfum eiginleika við þá möppu af BIM-lausnum og veita okkur þann möguleika að afhenda viðskiptavinum okkar besta tækni í hönnunar- og byggingariðnaðinum.“ sagði Roger Nordin, Framkvæmdarstjóri CAD Studion AB.
Hann heldur áfram: „Saman sem teymi munum við leysa úr læðingi alla þá möguleika í stafrænni hönnun og leiða viðskiptivini okkar niður besta vegin í átt að árangri innan þessa nýja stafræna landslagi til að auka árangur og gæði með BIM“
Við hlökkum til samstarfsins.
Um Ajour System A/S
Ajour System er leiðandi í iðnaðinum, stofnað árið 2009 og aðstoðar fyrirtæki í bygginga- og eignaiðnaðinum með að bæta verkárangur með því að hagræða og virkja samskipti og skjalfestingu.
Ajour System er notendavæn og klár stafræn lausn sem þróuð er í samstarfi við iðnaðarsérfræðina og byggð á nýjustu tækni. Við skilum af okkur gæðum; sjálfbærni með færri auðlindum, liprum ferlum og sáttum viðskiptavinum.
Með skrifstofur í Danmörki, Svíþjóð, Íslandi, Póllandi og Stóra Bretlandi og fleiri en 40.000 daglega notendur er Ajour System leiðandi innan okkar fyrirtækja- og sérsviðs.
Um CAD Studion AB
CAD Studion hefur hannað hugbúnaðarlausnir og ráðgjafaþjónustu fyrir sænska byggingariðnaðinn í yfir þrjátíu ár. Við gerum BIM-hugbúnað, kennum, veitum BIM-samstarfsþjónustu í verkum og þróum verkferla fyrir hugmyndadrifin fyrirtæki og byggingariðnaðinn.
CAD Studion á viðskiptavini um alla Svíþjóð með höfuðstöðvar í Malmö í suður Svíþjóð.
Fyrir frekari upplýsingar hafið endilega samband við:
Ajour System A/S
Michael Schwartz,
Sölustjóri
Sími: +45 40780471
Netfang: ms@ajoursystem.com
CAD Studion AB
Roger Nordin,
Framkvæmdarstjóri
Sími: +46 10 177 71 81
Netfang: roger.nordin@cadstudion.se