Ajour System A/S og ITL ApS sammælast um samstarfssamning í Danmörku.
Ajour System A/S og ITL ApS geta loksins deilt með ykkur að við höfum gert stefnumótandi samstarfssamning um afhendingu og markaðssetningu alls AjourContent vettvangsins sem samanstendur af AjourContent, markaðsleiðandi efnisstjórnunarvettvangi fyrir Revit og AjourCollab, BIM samvinnuvettvang sem er samþættur Autodesk Revit.
Samsetningin af lausnum og iðnaðarþekkingu Ajour System við ITL sem er sterkur söluaðili af Autodesk lausnum og hefur hátt þjónustustig og býður upp á faglega þjónustu þýðir að viðskiptavinir okkar munu fá ennþá hærri gæði í hendurnar sem og betri lausnir og þjónustu í geiranum.
Tæknin spilar enn stærra og mikilvægara hlutverk í öllum þáttum byggingageirans til auka skilvirkni og gæði. Með fókus á þær áskoranir sem einstaka fyrirtæki standa frammi fyrir er mikilvægt að við sem birgjar af tækni og lausnum skiljum iðnaðinn og bjóðum uppá stafrænar lausnir sem uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina bæði til skemmri og lengri tíma.
„Samstarfið byggir á sterkri samsetningu, ITL er velþekktur og virtur birgir fyrir byggingaiðnaðinn og þeirra þekking í ráðgjöf í tengslum við Autodesk BIM-lausnir og verkefnaráðgjöf í bland við faglega reynslu og markaðsleiðandi lausnir Ajour System getum við lagt okkar að mörkum við að hafa áhrif á lausnir fyrir danska byggingariðnaðinn sem orsakar aukna skilvirkni og framleiðni. Við hlökkum til samstarfsins.“ sagði Michael Schwartz, sölustjóri Ajour System
„Samstarf með Ajour System kemur til með að bæta mjög samkeppnishæfum þætti við okkar eigið safn af BIM-lausnum og veita okkur þannig möguleikann á að skila af okkur bestu mögulegu tækni á markaðinum til viðskiptavina okkar í byggingariðnaðinum,“ segir Tobias Hoffmann, meðeigandi og framkvæmdastjóri.
Hann heldur áfram: „Saman munum við, sem lið, leysa alla möguleika úr læðingi og aðstoða viðskiptavini okkar við að auka verkgæðin og tryggja árangur í þessari nýju tækniöld til að bæta framleiðni með BIM.“
Við hlökkum til samstarfsins.
Um Ajour System A/S
Ajour System er einn af frumkvöðlum iðnaðarins, stofnaði árið 2009 og aðstoðar fyrirtæki innan bygginga- og fasteignaiðnaðarins með að bæta verkgæði með skilvirkum samskiptum og skjalfestingum.
Ajour System þróar notendavænar, háþróaðar, stafrænar lausnir í samstarfi við fagsérfræðinga sem byggðar eru á nýjustu tækni. Við leiðum aðila byggingaframkvæmda saman í að skila af sér gæðum, sjálfbærni með færri auðlindum, snjöllum ferlum og ánægðum kúnnum.
Ajour System er með skrifstofur í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi, Póllandi og Stóra Bretlandi og meira en 40.000 daglega notendur af markaðsleiðandi lausnum okkar.
Um ITL ApS
Inside The Lines er heildarbirgir af Autodesk leyfislausnum til bygginga-, hönnunar- og þróunargeirans.
Með hugbúnaði Autodesk getur þú búið til allt það sem þér dettur í hug, frá hröðum bílum, háum skýjakljufum til ótrúlegra teikniheima fyrir næstu stórmynd.
Við erum hér fyrir þig sem á hverjum degi ferð í vinnuna til að skapa framtíðina. Við höfum gert það einfalt að stýra hugbúnaðinum sem og heimildum þar sem það er mikilvægt fyrir okkur að þú sem samstarfsaðili finnist þú vera frjáls til að skapa.
Við leitumst við að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu og eins gegnsæa samninga og mögulegt er innan heimilda Autodesk.
Fáir trúa því að þeir geti breytt framtíðinni – við erum hér fyrir þá sem trúa því.
Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við.
Ajour System A/S
Michael Schwartz,
Yfirmann söludeildar
Sími: +45 40 78 04 71
E-mail: ms@ajoursystem.com
www.ajoursystem.com
ITL ApS
Tobias Hoffmann,
Forstjóri
Sími: +45 21 80 30 52
E-mail: ths@itl.as
www.itl.as