Ajour System A/S og LIKAN taka saman höndum um þróun og sölu BIM verkfæra

Það er loksins sem við getum sagt frá því að í dag höfum við skrifað undir samninga við Thomas Holm og Asmus Larsen frá LIKAN um að sameina krafta okkar í að þróa og innleiða þó nokkur kraftmikil BIM verkfæri fyrir vettvang Ajour.

Asmus og Thomas byrja sem starfsmenn hjá Ajour System A/S þann 16. október 2017 og hafa þeir báðir yfir seinustu 3.5 ár unnið að því að þróa einföld en nothæf BIM verkfæri og þjónustu í tengslum við. bygginga- og landsköpunarverkefni og hafa þeir mikla þekkingu sem og faglega reynslu af því. Að auki við þá tæknilegu þekkingu um BIM hafa þeir báðir bakgrunn í tæknilegum byggingum og iðnaðinum sjálfum sem múrari og smiður ásamt gráðu í byggingafræði frá EAL í Odense. Að auki hefur Asmus meistaragráðu í stjórnun og upplýsingatækni í byggingageiranum frá Aau.

Asmus verður ráðin sem ráðgjafi og kemur til með að bera ábyrgð á sölu og innleiðslu af öllum vörum vettvanga Ajour og þjónustu þeirra með sérstaka áherslu á AjourBIM verkfæri. Thomas kemur inní fyrirtækið með mikla tæknilega reynslu og þekkingu innan IKT/BIM og ber aðallega ábyrgð á þróun, sölu, ráðgjöf og innleiðslu AjourBIM verkfæra.

Um samstarfið segja Asmus og Thomas: „Við sjáum að við pössum vel saman og samstarfið býður uppá mikla möguleika fyrir báða aðila. Okkar tæknilega þekking og fagleg reynsla innan BIM og VDC passa vel við núverandi vöruúrval Ajour System og við hlökkum mikið til að innleiða og þróa BIM og VDC með Ajour.“

Við hlökkum til sterks og faglegs samstarfs og til að fá Thomas og Asmus í liðið okkar. Að sama skapi vonum við að þið, eins og við, munið taka vel á móti þeim.

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?