Ókeypis ESPD þjónusta

Ajour System býður uppá ókeypis ESPD þjónustu

Ajour System A/S býður upp á ókeypist vefþjónustu fyrir kaupendur, tilboðsgjafa og aðra aðila sem hafa áhuga á að fylla út ESPD í gegnum vefinn.

ESPD

Sameiginlega evrópska útboðsskjalið (ESPD) er sjálfsyfirlýsing fyrirtækja um fjárhagsstöðu, getu og hæfi í tengslum við opinber útboðsferli. Það styðst við sömu tungumál og vettvangurinn okkar gerir (dönsku, þýsku, ensku, pólsu, sænsku, norsku og íslensku) og er notað sem fyrirbyggjandi sönnun á að fyrirtækið uppfylli tilskilin skilyrði í því ferli sem fylgir opinberum útboðum. Vegna ESPD þurfa tilboðsgjafar ekki lengur að leggja fram ítarleg skjöl eða skila inn ýmsum eyðublöðum sem áður voru notuð í útboðsferli í ESB, en þetta einfaldar töluvert aðgang að útboðsmöguleikum milli landa. Frá október 2018 hefur ESPD einungis verið á rafrænu formi.

Ajour System A/S býður upp á ókeypist vefþjónustu fyrir kaupendur, tilboðsgjafa og aðra aðila sem hafa áhuga á að fylla út ESPD í gegnum vefinn. Hægt er að fylla út eyðublöð á netinu, prenta og senda til kaupenda með öllu öðru sem fylgir tilboðinu. Sé aðgerðin framkvæmd rafrænt getur þú flutt, lagfært og sent ESPD skjölin rafrænt. Heimilt er að endurnota ESPD sem hefur verið lagt fram í tengslum við fyrri opinber útboðsferli að því tilskildu að upplýsingarnar séu enn réttar. Hægt er að útiloka tilboðsgjafa frá ferlinu eða sækja til saka ef ESPD upplýsingarnar eru stórlega rangar eða ef ekki er hægt að skýra upplýsingarnar með frekari gögnum.

Fá aðgang að ESPD

Þú getur fengið ókeypis aðgang að ESPD þjónustunni okkar með því að smella hér Fylltu út reitina með nafni, tölvupóstu og nafni fyrirtækis og þá getur þú opnað ESPD-þjónustuna um leið.

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?

Fáðu aðgang að ókeypis ESPD þjónustu í gegnum okkur

Skjalið styður sama tungumál sem notað er á vettvanginum sem þú notar. Þér er frjálst að nota það óháð því hvort þú ert nú þegar Ajournotandi eða ekki.