Ajour System er með í stóru endurnýjunar, endurbóta og nútímavæðinarverkefni af íbúðum í Højstruppark.
FAB, ERIK arkitekter A/S og Enemærke & Petersen A/S nota Ajour fyrir stóru byggingarverk þeirra á Fjóni. Þess vegna fórum við í heimsókn á eitt af stóru verkefnunum sem þeir vinna að -Højstrupparken í Óðinsvéum – til að sjá og heyra meira um verkferla þeirra í tengslum við verkið. Meðhöndlun skjala og byggingastjórnun Gallaskoðun, gæðastjórnun o.fl.
Þessi gerð byggingaverkefna krefst tíma og gæða en einnig skulu samskiptin vera góð svo samvinnan keyri. Skjalfesting er annar mikilvægur þáttur í samvinnunni svo auðvelt sé að koma í veg fyrir deilur.
Stuttlega um verkið
Højstruppark í Óðinsvéum var byggt í 1951. Nú þarf að endurnýja þær 600 íbúðir sem þar standa sem og fá þær sjálfbærnisvottaðar. DGNB. Endurbygging og nútímavæðing er hluti af heildarskipulagi og framtíðaröryggi svæðisins. Aðalsamningur verkefnisins var boðin út þar sem Enemærke og Petersen A/S voru ráðnir sem aðalverktakar og ráðgjafateymið samanstendur af Erik Arkitekter A / S og verkfræðifyrirtækinu Viggo Madsen A / S.
- Fjárveiting: 522 mio. dk kr.
- Upphaf: Desember 2019
- Verki lokið: Upphafi 2023
Ajour sem vettvangur
Byggingarferlið stendur frammi fyrir stórum áskorunum með mörgum endurbótum af núverandi íbúðarklasa. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mörg húsfélög aðkoma á fót traustu og þekkjanlegu stafrænu vinnuferli sem styður líkamlega ferla.
„Við höfum þörf fyrir að allt keyri stafrænt á svo stóru verki því það er ekki pláss til að hafa allt á pappírteikningum sem þvælast bara fyrir og fara stöðugt á milli manna. Þú hefur, nú þegar, mikið hraðari skráadeilingu. Þú getur deilt með fólki sem ekki er á svæðinu. Ég get setið og hringt til vinnufélaga minna í Viborg þar sem, meðal annars, landslagsarkitektin vinnur og vísað til teikningar og arkitektinn getur auðveldlega fundið teikninuna á Ajour og skoðað hana. Þetta setur upp ákveðið samræmi, á verk sem þetta, að maður hafi alltaf öll gögn við höndina“ segir Emil Paetau, Byggingastóri, ERIK arkitekter. Tilvitninun er þýdd af dönsku.
Stafrænar byggingastjórnunarlausnir geta skapað yfirsýn af t.d. eftirliti, göllum, gæðaeftirliti o.fl. Þar með tryggir þú að það er alltaf aðgangur að efni verksins með nýjustu breytingum – sem og einfaldar það handvirka ferli sem fælist í að senda þúsundvís af tölvupóstum í tengslum við þessar breytingar:
„Það eru mikil samskipti sem eiga sér stað í sambandi við byggingasvæðið og mikið magn þessarra samskipta fóru fram í gegnum tölvupóst, hér höfum við stafrænan vettvang sem er mun auðveldari í notkun. Það finnast jú margir á markaðinum í dag (…) en það er mikilvægt fyrir okkur að hafa vettvang sem er auðveldur í notkun, aðgengilegur og sem hægt er að deila með bæði arkitektunum og verktökum – og þess vegna völdum við Ajour.“ segir Franz Leitner, Byggingastjóri frá FAB. Tilvitnunin er þýdd af dönsku.
Það er samt ekki bara byggingaherrann sem hefur tekið stafvæðinguna til þín heldur einnig verktakarnir sem nota stafrænu verkfærin í daglegu starfi á svæðinu. Hér ræðir framkvæmdarstjórinn um sín daglegu störf með Ajour:
„Af u.þ.b. átta tíma vinnudag, fara fjórir til fimm tímar á dag fram í Ajour, fyrir mitt leiti, vegna þess að ég vinn að íbúaskorti, gæðaeftirliti, rekstri og viðhaldi. Allt þetta fer mikið fram í Ajour appinu.“Segir Kasper Borovwik, byggingastjóri hjá Enermærki & Petersen A/S.
Hann heldur áfram:
„Við notum Ajour á svæðinu, bæði á ráðgjafahlið verksins en einnig okkar eigin hlið þar sem við höfum okkar eigið Ajour sem við notum fyrir gæðaeftirlit og allt sem hefur með okkar verktaka og undirverktaka að gera.“
Allir þáttakendur verksins nota samþétta vettvang Ajour í tengslum við endurbæturnar á íbúðunum í Højstruppark, sem gefur iðnaðarmönnunum meiri tíma til að vinna í því sem þeir eru góðir í, vinna að þverfaglegu samstarfi, betri gæðum og betri niðurstöðum. Ajour appið gerir þér kleift að deila teikningum verksins með verktökunum í gegnum þeirra snjalltæki, sem gerir það einfalt að framkvæma daglegt gæðaeftirlit. Með aðstoð frá Ajour koma aðilar byggingaframkvæmdarinnar saman og skila af sér gæðum; sjálfbærni með færri auðlindum, sléttum ferlum og ánægðum viðskiptavinum.
Byggjum betur saman
Með Ajour System verður flókna byggingarferlið töluvert auðveldara í vinnslu. Verkefnið í Højstruppark hefur aukið árangurinn með því að einfalda samskipti þeirra á milli sem og skjalfestingu og nota nú minni tíma í stjórnunarverkefni eða samskipti.
Hjá Ajour þróum við notendavænlegar lausnir sem hjálpa með að stýra öruggu og núningslausu samstarfi á byggingaverkum í gegnum allt byggingaferlið. Á þennan máta minnka byggingamistök, seinkanir og samskiptaörðugleikar en á sama tíma tryggjast gæðin og aðalatriðin. Skjöl framkvæmdarinnar er alltaf aðgengileg byggingastjóranum og rekstrardeild hans. Við viljum meina að við séum gott dæmi um það sem við köllum „Byggjum betur saman“.