Ajour System fer af stað með nýsköpunarverkefni í tengslum við sjálfbærni og stafvæðingu.

2030 markmið ríkisstjórnarinnar í tengslum við þjóðarstefnu ríksins um sjálfbærni og ‘Den Frivillig Bærerdygtighedsklasse’ ásamt heimsmarkmiðunum 17 sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér – eru allsstaðar og á allra vörum.

Sjálfbærni er mikilvægt en flókið umræðuefni til að hafa stjórn á, líka fyrir byggingariðnaðinn og þær áskoranir sem liggja fyrir eru orsakaðar af vöntun á upplýsingum, þekkingu, verkfærum og stöðluðum ferlum. Engin getur efast um að við þurfum að þróa nýstárlegar stafrænar lausnir og nýjar aðferðir til að finna út úr því hvernig við getum, á áhrifaríkan hátt, unnið að sjálfbærni í danska byggingageiranum.

Til að leggja sitt af mörkum við að draga úr vandamálinu hafa Ajour System, UCL og Háskólinn í Álaborg boðið fjölda leiðandi aðila í greininni að vinna með okkur að nýsköpunar- og stafvæðingarverkefni. Verkefnið hefur það sem markmið að greina og bera kennsl á þær hindranir sem felast t.d. í gagnaöflun, betri nýtingu af gögnum úr BIM-módelum, notkunar af LCC- og LCA-útreikningum og lokaskilum af vottunum. DGNB.

„Okkar metnaður liggur í því að sjálfbærni skuli verða rekstrarhæft – fyrir miklu fleiri leikmenn innan geirans. Sjálfbærni verður að vera einföld og ekki síst auðveld í notkun“, Segir Michael Schwartz.

Þáttakendur verkefnisins eru allir leiðandi fyrirtæki innan þeirra fagsviðs. Þáttakendurnir eru: Ajour System A/S, UCL Erhvervsakademi og Professionshøjskole, MOE A/S, ERIK Arkitekter A/S, SafeCon ApS, Dansk Boligbyg A/S, Birch Ejendomme A/S, EcoCocon ApS, K-Jacobsen A/S, Phønix Tag Materialer A/S og Strøjer Tegl A/S.

”Núverandi verkferlar eru byggðir á einstaka aðferðum, eigin skilgreiningum á því hvernig kröfur verkkaupandans skuli uppfylltar og hvernig vottun á lokastigi verði náð. Í gegnum verkefnið verður unnið með hvernig hægt er að afhjúpa hvað sjálfbærni raunverulega er og hvernig er hægt að gera sjálfbærni að hluta af verkferlinu og aðferðum“, útskýrir Asmus Larsen.

Yfir tíma verkefnisins verður staðið fyrir röð vinnustofa þar sem vinnuhóparnir greina og skýra þær áskoranir og lausnir sem eru til staðar við gerð sjálfbærniviðmiða, skjalagerð og verklagsreglur fyrir verkefnið.

Fyrsta vinnustofan var haldin þann 25. maí 2021 með frábærum eldmóði og löngun til að hjálpa til við að skilja og afhjúpa þær áskoranir sem fylgja þeim verkefnum sem við ætlum nú að vinna að á næstu vinnustofum.

Við erum virkilega ánægð að sjá þann áhuga og þá skuldbindingu við verkefnið sem sýndi sig og það verður mjög spennandi að sjá og fylgjast með þróuninni, hvað þá að koma með lausnir í lokin um það hvernig við getum hagrætt og stafvætt ferlið fyrir alla.

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?