EcoCocon tekur upp stefnumótandi samstarf við Ajour System sem hluti af stafrænni stefnu þeirra og býður nú upp á nýstárlega og sjálfbæra veggeiginleika sem BIM hluti í gegnum AjourObjects

EcoCocon framleiðir veggbyggingar sem unnar eru úr stráeiningum sem eykur sjálfbærni og heilbrigða lífshætti ásamt einstakri orkunýtingu sem sést á bæði efnahagslega reikningum og í þeim sjálfbæra. Ajour System hefur þróað veggeiginleika EcoCocons fyrir Autodesk Revit sem hægt er að sækja ókeypis í gegnum stafræna vettvang AjourObjects. Það skilar sér þannig að hönnuðir eiga auðveldari daga þar sem það er einfalt og skilvirkt að finna og nota rétta BIM-hluti.

EcoCocon og Ajour System hafa til lengri tíma unnið með útfærslu af stafrænni stefnu fyrir nýsköpunarvörur þeirra. Það hefur verið mikilvægt fyrir EcoCocoon að auka þekkingu markaðarins á veggeiginleikunum þeirra sem stutt sagt er framleitt úr hálmstrái. Þessi hálmstrá eru afgangsvara frá landbúnaði og er viðarbeinagrind/rammi sem virkar sem einangrandi kjarni í veggjum þar sem for- og bakmúr eru reistir.

Þessi háu gagnagæði og BIM-hlutirnri sem notaðir eru af hönnuðunum í BIM-módelunum skipta sköpum til að geta metið mismunandi lausnamódel og ákveða hvaða lausnir uppfylla kröfur og óskir verkkaupans.

Við sjáum stóra möguleika fyrir lausnirnar okkar í gegnum stafvæðingu og opinberun í lausnum Ajour System til hönnuða„, útskýrir Lars Keller, framkvæmdastjóri EcoCocon í Danmörku.

”Við erum virkilega glöð að geta boðið EcoCocon velkomin til Ajour System. Þeirra lausnir eru virkilega áhugaverðar og nýstárlegar sem spilar vel við sjálfbærnisþemað. Ég held að mjög mörgum muni þykja lausnirnar þeirra virkilega spennandi og þetta á vel við það sem er næst á dagskrá hjá Ajour í tengslum við sjálfbærni“, útskýrir Michael Schwartz.

Samstarfið með EcoCocon teygir sig einnig inní nýsköpunarverkefni í tengslum við sjálfbærni og stafvæðingu sem hefur það markmið að kortleggja ferla, skjalakröfur og umsókn um kröfur í tengslum við hönnun og framkvæmd til endanlegs reksturs.

Nýja viðbótin okkar fyrir Autodesk Revit hefur vakið áhuga í allri Evrópu. Verkfærið heitir AjourObjects og er grunnútgáfan ókeypis.

„Eftir kynningu á lausnunum er skýrt að teiknistofurnar spara tíma þar sem teikningahlutir framleiðandanna eru ávallt til taks í tækjastiku í Revit“, útskýrir Thomas Holm, sem er tæknilegur ráðgjafi hjá Ajour System. Hann heldur áfram:

”Hönnuðir þurfa ekki lengur að eyða miklum tíma í að leita eftir hlutum, sem orsakar að teiknistofurnar vinna skilvirkara. Lausnin okkar er skýbyggð (Cload-based) og það þýðir að arkitektarnir hafi ávallt uppfærða BIM-hluti við höndina. Þeir geta notað þá aftur og aftur í gegnum mismunandi verkefni og komið í veg fyrir að þurfa að treysta á gamlar upplýsingar á staðbundnu drifi“.

Iðnaðurinn krefst góðra BIM-gagna

Það krefst bæði tæknilegrar þekkingar sem og iðnaðar- og hönnunarreynslu til að skilja áskorunina sem felst í því að þróa BIM-innihald sem einnig hefur gögn í háum gæðum. Þess vegna er okkar markmið með samstarfinu: Að skila af okkur gæðum til viðskiptavina okkar í gegnum AjourObjects.

Við tryggjum að það BIM-innihald sem við opinberum á vettvanginum okkar uppfyllir þær kröfur iðnaðarins um að vera einfalt, auðvelt í notkun en að sama skapi innihalda einungis nauðsynlegar upplýsingar. Það gerum við með því að tengja sterkar iðnaðarlausnir og tæknilega þekkingu Ajour við faglega reynslu og þekkingu EcoCocon á vörunni.

Þú getur lesið meira um það hvernig þú færð aðgang að AjourObjects hér: https://ajourobjects.com

Um okkur

Ajour System er einn af frumkvöðlum iðnaðarins, stofnaði árið 2009 og aðstoðar fyrirtæki innan bygginga- og fasteignaiðnaðarins með að bæta verkgæði með skilvirkum samskiptum og skjalfestingum.

Ajour System þróar notendavænar, háþróaðar, stafrænar lausnir í samstarfi við fagsérfræðinga sem byggðar eru á nýjustu tækni. Við leiðum aðila byggingaframkvæmda saman í að skila af sér gæðum, sjálfbærni með færri auðlindum, snjöllum ferlum og ánægðum kúnnum.

Ajour System er með skrifstofur í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi, Póllandi og Stóra Bretlandi og meira en 40.000 daglega notendur af markaðsleiðandi lausnum okkar.

Hafðu samband við okkur:
Ajour System A/S
Sanderumvej 16 B
5250 Odense SV
+45 70 20 04 09
mail@ajoursystem.dk

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?