Ajour System and EG

EG skrifar undir samning um kaup á danska Ajour System A/S

EG opinberar í dag að fyrirtækið hefur skrifað undir samning um kaup á danska hugbúnaðarfyrirtækinu Ajour System A/S.

Ajour System sérhæfir sig í hugbúnaður-sem-þjónusta fyrir byggingariðnaðinn, þ.e.a.s. hugbúnaður fyrir alla fasa byggingaframkvæmda.

„Við erum mjög ánægð að Ajour System verður hluti af EG. þeir hafa þróað röð af mjög góðum hugbúnaðarkerfum og hafa yfir nokkur ár þjónustað og byggt upp sterkan viðskiptavinahóp.“ segir Mikkel Bardram, CEO í EG A/S

„Við viljum gera byggingariðnaðinn enn árangursríkari, bæran til að auka gæðin en á sama tíma minnka umhverfisfótspor hans.Með kaupunum á Ajour System styrkjum við okkar eigin hæfni til að gera nákvæmlega það“.

Ajour System veitir byggingastjórum, verktaka-, arkitekta- og verkfræðifyrirtækjum aðgang að hugbúnaði fyrir gæðaeftirlit, skjalageymslu og útboð ásamt vettvangi fyrir meðhöndlun BIM-hluta og gagna. Kjarnavörurnar eru AjourBuild og AjourContent.

„Ajour System er í sterkri stöðu á meðal stórra byggingafyrirtækja í Danmörku og Íslandi og passar fullkomlega við vöruúrvalið sem EG Constructions bíður uppá. Með Ajour System innanborðs styrkjum við úrval hugbúnaðar okkar fyrir útreikninga, verkefnastjórnun, gæðatryggingu og BIM fyrir bæði lítil, meðalstór og stór fyrirtæki, segir Aleksander Bjaaland, SVP, EG Construction.

Forstjóri Ajour System, Rene Mortensen, segir:
„Valið á EG sem eiganda er augljóst. EG hefur fjárfest umtalsvert í hugbúnaði til byggingar á undanförnum árum og með öðrum contech hugbúnaði sem EG Construction hefur til umráða er ég sannfærður um að með sérhæfðri iðnaðarþekkingu okkar saman getum við boðið viðskiptavinum enn fleiri viðskiptahagræðandi lausnir“.

Síðan mitt í 2019 hefur EG fjárfest yfir 2 milljörðum DKK í kaupum á norrænum hugbúnaðarfyrirtækjum í iðnaði.
Ajour System eru sjöundu kaup EG á hugbúnaðarfyrirtækjum innan byggingariðnaðarins frá árinu 2019 og verða hluti af viðskiptasvæði EG, EG Construction, sem þjónustar byggingariðnað á Norðurlöndum.

EG skrifaði undir kaupsamning á Ajour System A/S þann 15. febrúar 2022. Endanlegur samningur er háður venjulegu samþykki eftirlitsaðila.

Um EG A/S

EG er leiðandi birgir iðnaðarsértæks staðalhugbúnaðar fyrir almenna og opinbera viðskiptavini á Norðurlöndum. Hugmynd EG um hugbúnað-sem-þjónusta er þróuð af sérfræðingum með djúpa þekkingu á iðnaði sem styður viðskipta- og stjórnunarferli viðskiptavina. Hjá EG starfa yfir 1.500 starfsmenn, aðallega á Norðurlöndum. Tekjur fyrirtækisins í heild sinni var 1,4 milljarður árið 2020.

Lestu meira um EG hjá https://www.eg.dk

Ítarlegri upplýsingar

Talsmaður:
Mikkel Bardram, CEO, EG A/S

Fréttatengiliður:
Samskiptastjóri Per Roholt, +45 2060 9736

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?