Eitt stærsta sveitarfélag Íslands notar nú Ajour System
Á árinu 2021 ákvað Árborg að fara í þá vegferð að innleiða stafrænar lausnir fyrir öll sín verkefni sem og gæðastjórnun. Í dag, 6 mánuðum seinna, er sveitarfélagið Árborg að innleiða þær stafrænu lausnir sem Ajour System hefur upp á að bjóða.
Í sveitarfélaginu Árborg, sem staðsett er á suðurströnd Íslands, búa u.þ.b. 11.000 íbúar og er eitt það sveitarfélag sem vex hvað hraðast þegar kemur að eflingu innviða.
Framtíðarsýn stjórnarinnar fyrir komandi byggingaverkefni er að allir þeir sem taki að sér verk á vegum Árborgar muni vinna í gegnum vettvang (e.platform) Ajour. Með því fyrirkomulagi munu allar upplýsingar er viðkoma verkefnum Árborgar vera í eigu sveiterfélagsins, sem er mikilvægt að hafa þegar kemur að framtíðar rekstri bygginganna.
Í dag hefur sveitarfélagið innleitt að fullu útboðsvef fyrir öll verkútboð sem kallast AjourTender. Útboðsgjafar og tilboðsgjafar vinna allir innan sama útboðsvefs og allir fá aðgang að sömu upplýsingum, spurningum og svörum. Í dag notar sveitarfélagið útboðsvefinn án nokkurrar aðstoðar en einungis þurfti tvö verkútboð til fullum skilningi væri náð á AjourTender þegar útboðsvefurinn var innleiddur.
Eins og nefnt hefur verið þá stendur Árborg mjög framarlega þegar kemur að eflingu innviða og notar Árborg verkefnavef Ajour sem nefnist AjourBox, til utanumhalds allra gagna og skráa er viðkoma verkefnum Árborgar. Allir aðilar verkefna Árborgar fá aðgangstýrðan aðgang að verkefnavef AjourBox, þar á meðal hönnuðir (arkitektar, verkfræðingar..) og verktakar.
Gögn eru rýnd í gegnum vettvang Ajour sem nefnast AjourBox og AjourInspect. Ákvarðanatökur á milli hönnuða, ráðgjafa og eigenda byggðar á rýni á hönnun er rædd, yfirfarin og fylgt eftir í gegnum AjourInspect vettvanginn. Umræður í gegnum tölvupóst sem innihalda fjöldann allan af viðhengjum fækkar vegna innleiðingar AjourInspect. Sem er stór kostur í tengslum við eftirfylgni á rýni gagna.
Þegar kemur að gæðastýringu og eftirliti innri úttekta í verkefnunum, vill Árborg að allir verktakar skrái niður alla gæðastjórnun í AjourQA innan Ajour kerfis Árborgar. Árborg vill meina að það sé í hag rekstrarstjórnarinnar að allar byggingarnar hafi gæðastjórnunar gögn til reiðu. Að auki vill Árborg geta fylgst með öllum verkferlum þeirra verktaka meðan á byggingarferlinu stendur.
Árborg rekur u.þ.b. 55 byggingar og fer sá fjöldi ört vaxandi. Í þágu þess að geta haldið utan um viðhaldssögu bygginganna verður AjourInspect notað. Allt viðhald verður þannig skráð og því fylgt eftir innan vettvangs AjourInspect. Þannig verður allt viðhald á öllum eignum þeirra skráð og aðgangur að því og allar tölulegar upplýsingar eru á einum stað sem auðveldar og einfaldar allt framtíðar viðhald.
Við erum mjög stolt af samstarfinu með sveitarfélaginu Árborg, sem notar notenda-vænlegar lausnir fyrir alla fasa byggingaverksins, sem inniheldur verkefnavef, útboðsgátt, byggingastjórnun og gæðaeftirlit.