Enn bætist í hóp þeirra sveitafélaga á Íslandi sem nota Ajour Kerfið
Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að nota Ajour Kerfið og nýtur nú góðs af þeim stafrænu lausnum sem Ajour býður uppá í tengslum við gæðaeftirlit og byggingastjórnun.
Ölfus er staðsett á suðvesturströnd Íslands, u.þ.b. 50km frá höfuðborginni, Reykjavík, og er í næsta nágrenni við Sveitarfélagið Árborg sem við höfum skrifað um í einni af fyrri greinum okkar. Sveitarstjórn sveitarfélagsins hefur tekið ákvörðun um að innleiða kerfi Ajour System í allar byggingarframkvæmdir líkt og Árborg gerði.
Þú getur lesið greinina um Sveitarfélagið Árborg með því að smella hér.
Innleiðing Ajour Kerfisins til fulls.
Sveitarfélagið Ölfus hefur þá sýn að geta stafrænt alla rekstrarvinnu með því að innleiða notendavænar lausnir Ajour Kerfisins í alla fasa byggingaframkvæmda þeirra. Það þýðir að innleiða verkefnavef, útboðsgátt, framkvæmdastjórnun og gæðaeftirlit allra þeirra verkefna. Það eru íslensku ráðgjafarnir okkar, Jóhannes og Magnús, sem leiða dagleg samskipti við Sveitarfélagið Ölfus:
„Innleiðingaferlið með Sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið mjög spennandi og lærdómsríkt, við höfum nú þegar innleitt AjourTender að fullu í þeirra daglega rekstur og verktakar sveitarfélagsins hafa tekið útboðsvef Ajour fagnandi. Við erum núna í því ferli að aðlaga og setja upp allar eignir þeirra inn í kerfið m.t.t utanumhalds og rekstur allra þeirra eigna í framtíðinni.“ , segir Jóhannes U. Barkarson, ráðgjafi hjá Ajour System.
Sveitafélagið er sömuleiðis komið vel af stað með innleiðingu Inspect-hluta kerfisins sem er fyrir verkefnastýringu og eftirlit athugasemda og eftirfylgni þeirra. Sveitarfélagið notar þennan hluta til utanumhalds verkefna/verkbeiðna og eftirfylgni þeirra. Þannig helst viðhaldssagan á hverri eign fyrir sig.
Núverandi verkefni sveitarfélagsins
Sveitarfélagið Ölfus er, líkt og mörg önnur sveitarfélög á Íslandi, í miklum vexti og hefur sveitarfélagið, á þessum tíma, hafist handa við stórar framkvæmdir, m.a. byggingu nýs leikskóla, endurbætur á grunnskóla, stækkun hafnarinnar sem og vegaframkvæmda og götulýsingar.
Við erum mjög stolt yfir samstarfinu við Sveitarfélagið Ölfus, sem notar nú notendavænu lausnirnar okkar í alla fasa byggingaverkefna þeirra s.s verkefnavef, útboðsgátt, framkvæmdastjórnun og gæðaeftirlit. Megi Sveitarfélaginu Ölfus ganga allt í haginn.