Aftur í yfirlit
18. október 2017

Ajour System A/S hefur opnað útibú á Íslandi

Með mikilli gleði viljum við segja frá því að Ajour Ísland er orðið að veruleika og nú þegar eru marktækir aðilar byrjaðir að notast við Ajour. Við höfum nú þegar verið með opnunahátíð á Íslandi sem haldin var í Norræna húsinu í Reykjavík.

Með mikilli gleði viljum við segja frá því að Ajour Ísland er orðið að veruleika og nú þegar eru marktækir aðilar byrjaðir að notast við Ajour. Við höfum nú þegar verið með opnunahátíð á Íslandi sem haldin var í Norræna húsinu í Reykjavík.

Forstjóri fyrirtækisins René Mortensen og ráðgjafi Morten Rafn voru viðstaddir með íslensku liðsmönnunum, þeim Jóhannesi Barkarsyni og Magnúsi Jónssyni.

"Við erum mjög ánægð og stolt af því að kynna Ajour Island með svona árangursríkri vöru sem einnig er á íslensku. Það er stór plús! Að auki er það ótvíræður kostur að öll innleiðing Ajour fer fram á íslensku, af Íslendingum - það gildir einnig um sölu og ráðgjöf við kerfið. Við upplifum að það er eitthvað sem er okkar viðskiptavinum mikils virði", segja Jóhannes Barkarson og Magnús Jónsson.

Um stofnun Ajour Iceland segir René Mortensen, forstjóri Ajour System: "Það er frábært að koma til Íslands og vera svona velkominn. Við upplifum að Íslendingar eru mjög opnir og meðtækilegir fyrir nýrri tækni og nýjum aðferðum. Við erum líka ánægð með að geta boðið upp á svona skilvirkt stafrænt verkfæri fyrir Íslenska byggingar- og fasteignamarkaðinn. Á sama tíma viljum við þakka ÍAV og Eflu fyrir að segja frá reynslu þeirra og notkun á Ajour."