Aftur í yfirlit
03. október 2017

Ajour System A/S og LIKAN taka höndum saman við sölu og þróun á BIM-verkfærum

Það er okkur mikil ánægja að greina frá því að í dag undirrituðum við samning við Thomas Holm og Asmus Larsen frá LIKAN um að sameina krafta okkar og þróa og innleiða ýmis öflug BIM-verkfæri fyrir Ajour-umhverfið.

Asmus og Thomas hefja störf hjá Ajour System A/S hinn 16. október 2017 og hafa báðir unnið að því undanfarin þrjú og hálft ár að þróa einföld og notendavæn BIM-verkfæri og -þjónustu í tengslum við byggingarverkefni og mannvirkjagerð, en báðir hafa þeir mikla þekkingu og víðtæka reynslu á því sviði. Auk tæknilegrar þekkingar sinnar í tengslum við BIM njóta þeir báðir góðs af byggingartæknilegri og faglegri reynslu sem múrarar og smiðir, sem og af menntun á sviði byggingafræði frá EAL í Odense. Asmus lauk nýverið kandídatsprófi í stjórnun og upplýsingamiðlun í byggingariðnaðinum frá háskólanum í Aalborg.

Asmus er ráðinn til okkar sem ráðgjafi og verður ábyrgur fyrir sölu og innleiðingu allrar vöru og þjónustu fyrir Ajour-umhverfið, þá einkum hvað varðar AjourBIM-verkfæri. Thomas býr yfir mikilli tæknilegri reynslu og kunnáttu á sviði UFT/BIM og mun einkum annast þróun, sölu, ráðgjöf og innleiðingu á AjourBIM-verkfærum.

Asmus og Thomas hafa þetta að segja um samstarfið: „Við lítum á þetta sem farsælan samruna tveggja fyrirtækja sem muni færa þeim fleiri og stærri tækifæri. Tækniþekking okkar og reynsla í verki af BIM og VDC fellur mjög vel að fyrirliggjandi vöruframboði Ajour Systems og við hlökkum mikið til að innleiða og þróa BIM og VDC í Ajour.”

Við hlökkum til að eiga gott, öflugt og faglegt samstarf og fá Thomas og Asmus í lið með okkur. Við vonum að þið munið, rétt eins og við, taka vel á móti þeim.