Aftur í yfirlit
27. nóvember 2017

Samstarf tveggja fyrirtækja sem leggjast á eitt við útrás í Evrópu.

Samningurinn felur í sér að Ajour System A/S mun markaðssetja og selja BIMeye og taka auk þess þátt í frekari þróun vörunnar, þar á meðal umsýslu við og innleiðingu á henni, auk stoðþjónustu. Til að geta þjónustað viðskiptavini sína og hámarkað þá virkjunarmöguleika sem tæknin býður upp á mun Ajour System A/S leggja mjög ríka áherslu á BIM sem mikilvægan rekstrarþátt á komandi árum, en það verður einnig veigamikill stuðningur við þau stafrænu verkfæri sem fyrirtækið býr þegar yfir.

Norræna fyrirtækið Symetri, sem selur upplýsingatæknivörur sem hámarka virkni verkferla, m.a. fyrir byggingar- og fasteignageirann, hefur þróað skýjamiðaðan BIM-gagnagrunn, BIMeye, sem Ajour System A/S getur nú bætt við sín eigin stafrænu verkfæri undir nýju rekstrarsviði sínu, AjourBIM.

BIMeye er starfsumhverfi fyrir framtíðina þar sem hægt verður að stjórna upplýsingum þvert á margs konar BIM-kerfi og verkefni og þetta upplýsingastjórnunarkerfi færir notendum einstakan aðgang að umsýslu og skipulagi BIM-gagna með afar skilvirkum hætti.

„Symetri valdi Ajour System A/S sem samstarfsaðila vegna landfræðilegrar nálægðar fyrirtækisins og vegna þess að Ajour System A/S býr yfir mikilli færni og er stöðugt fyrirtæki með breiðan notendahóp,“ segir Mats Persson, sem er sviðsstjóri Project Services Business Unit hjá Symetri.

Markmiðið með samstarfinu er að skapa bæði Symetri og Ajour System A/S varanlegar forsendur fyrir núverandi og væntanlegar þarfir markaðarins fyrir skilvirka verkferla á skipulagsstigi byggingarverkefna, en þar er umsýsla BIM-gagna einmitt lykilatriði.

„Ég hlakka til að eiga langvinnt og gott samstarf við Symetri, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði BIM-vinnslu og ef því afar vænlegur samstarfsaðili. Þótt okkar fyrirtæki sé talsvert minna en Symetri teljum við okkur geta mæst á jafningjagrundvelli og að í sameiningu verðum við öflugur þátttakandi í þróun og sölu BIM-verkfæra,“ segir René Mortensen, framkvæmdastjóri Ajour System A/S. 

Um Ajour System A/S

Ajour System A/S er stafrænn verkfærakassi fyrir byggingar- og fasteignageirann og færir þér um leið eina, heildstæða lausn fyrir bæði vefsvæði og forrit, á öllum stigum byggingarverkefnis, sem inniheldur verkefnavef, útboðagátt, byggingarstjórnun og eftirlit, gæðastjórnun og byggingarhlutakort fyrir rekstur og viðhald.

Ajour System A/S er fyrirtæki í danskri eigu með 18 starfsmenn, eigin þróunarsvið og eigin ráðgjafa. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 2009 þróað, selt og innleitt Ajour-kerfið, sem er í dag eitt mest notaða og þaulprófaðasta stafræna verkfærið í bygginga- og fasteignageiranum í Danmörku og á Íslandi. Ajour System A/S var valið „Gazelle-fyrirtæki“ ársins 2017, en það er viðurkenning sem danska viðskiptablaðið Børsen veitir árlega fyrirtæki sem er í jákvæðum vexti og hefur minnst tvöfaldað veltu sína síðustu fjögur árin.

Um Symetri

Við erum með yfir 300 starfsmenn og 100.000 notendur og á þeim grundvelli aðstoðum við framsækin fyrirtæki í byggingariðnaði, á fasteignamarkaði og í framleiðslu í Norður-Evrópu við að hámarka verkferla sína, vinna úr gögnum um fasteignir, einfalda gagnavinnslu og auka gæði á öllum stigum líftíma verkefnis.

Symetri er öllu leyti í eigu Addnode Group.