Aftur í yfirlit
22. febrúar 2018

Akademiska Hus hefur sparað sér mikinn tíma með því að nota BIMeye Door Manager við umsýslu fasteigna

Akademiska Hus, sem er eitt stærsta fasteignafyrirtæki í Svíþjóð, annast þróun og umsýslu fasteigna fyrir sænska háskóla og iðnskóla. Mikael Rimskog vinnur við rekstur og viðhald og eyðir stórum hluta hvers vinnudags í að afla upplýsinga um alla hluta bygginga, allt niður í smáatriði á borð við viðhald dyra og hurða.

En nú hefur Rimskog kynnst BIMeye-umhverfinu og alveg sérstaklega BIMeye Door Manager og telur að það skili honum miklum ávinningi þegar gera á breytingar á viðhaldsáætlunum bygginga.

BIMeye-gagnagrunnurinn inniheldur allar upplýsingar, svo sem mál fyrir breidd, hæð og dýpt, og allar þær tæknilegu upplýsingar sem við þurfum að hafa um hurðirnar og umhverfi þeirra. Leit í BIMeye sparar okkur margra klukkustunda handavinnu, miðað við það sem áður var,“ segir Rimskog.

Ekkert minna en magnað!

BIMeye Door Manager var upprunalega innleitt við verkefnastýringu og byggingu á Ulls Hus.

Þegar byggingin var tilbúin til notkunar var hún afhent okkur til rekstrar. Við fengum afhent öll skjöl og gögn sem til voru varðandi bygginguna og fengum um leið aðgang að BIMeye-gagnagrunninum, sem innihélt öll gögn um dyr og hurðir í byggingunni,“ segir Rimskog, sem getur nú sparað sér umtalsvert margar vinnustundir með því að leita, sía og finna gögnin sem hann þarf í BIMeye.

Teikningarnar að Ulls Hus eru unnar þannig að öll herbergi og eiginleikar þeirra eru aðgengileg í forritinu HyperDoc, sem er FM-stoðþjónustukerfið okkar og byggist á teikningum og líkönum. Þessi gögn veita notandanum aðgang að leiðbeiningum sem innihalda lýsingar á því hvernig skal haga viðhaldi á hverjum hluta byggingarinnar fyrir sig, t.d. dyrum og hurðum, loftum, gólfum og veggjum.

Þegar við tengjum HyperDoc og BIMeye saman fær notandinn skýra mynd sem inniheldur öll gögn um þær hurðir sem notaðar eru í byggingunni. Viðhaldshandbókina er að finna undir „Management Instructions“ fyrir Akademiska Hus,“ segir Rimskog.

Með BIMeye er hægt að búa til skýrslur sem innihalda ítarlegan lista yfir allar dyr og hurðir í byggingunni, ásamt öllum nauðsynlegum gögnum, og það finnst Mikael Rimskog ekkert minna en magnað!

„Þú færð allar þær upplýsingar sem hugurinn girnist, það þarf bara að nota aðgerðirnar „leita“ og „sía“. Þetta er einmitt það sem gerir BIMeye-umhverfið svo frábært – ef það er til dæmis skipt um eiganda eða leigjanda á fasteign og það þarf að skipta um festingar eða annað á hurðum er mjög gagnlegt að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar í gagnagrunninum. Með BIMeye er leikur einn að finna allar þessar upplýsingar um allar hurðir og láta senda þær áfram til nýrra notenda eða til birgis.

Áður fyrr þurfti maður að leita að slíku í alls konar mismunandi gagnasöfnum og það þurfti að gera það handvirkt. Það var tímafrekt og skilaði ekki þeim ítarlegu upplýsingum sem við fáum nú með BIMeye..

Með BIMeye Door Manager fáum við ítarlega lýsingum á hurðum, sem byggist á teikningunum og líkönunum sem gerð voru á byggingarstiginu. Þetta sparar okkur mikinn tíma. Um leið þýðir það að við höfum fulla stjórn á öllum fyrirliggjandi þáttum byggingarinnar. Þegar skipta þarf um hurð eða einhvern annan hluta byggingarinnar getum við sótt upplýsingarnar í gagnagrunninn og um leið sent nýja pöntun til birgisins sem seldi okkur upprunalegu hurðina, því þær upplýsingar koma fram í yfirlitinu sem við fáum, rétt eins og eiginleg staðsetning hurðarinnar,“ segir Mikael Rimskog.

Fleiri BIMeye-forrit væntanleg = gífurlegur tímasparnaður

Í dag nýtur Akademiska Hus góðs af öllum aðgerðunum í Door Manager sem voru notaðar við upprunalega hönnun hússins.

Að mati Mikaels Rimskog leikur enginn vafi á að það myndi opna enn fleiri möguleika að innleiða fleiri forrit úr BIMeye-lausninni, til dæmis Room Manager, sem býr til mynd af öllum einingum hvers herbergis í byggingunni á grundvelli BIM-líkansins sem gert var á hönnunarstiginu.

„Ef fleiri BIMeye-forrit gera mér kleift að fækka vinnustundunum sem fara í að aka á milli bygginganna á háskólasvæðinu til að kanna á vettvangi hvar gallinn er hverju sinni, með því að sækja þær upplýsingar einfaldlega úr BIMeye-gagnagrunninum, finnst mér mjög spennandi að bæta fleiri forritum við BIMeye-lausnina, til að ég geti leitað og síað eins og þörf krefur með nokkrum músarsmellum.“

Eins og staðan er í dag með Door Manager getur Rimskog sent birgjunum réttu upplýsingarnar og pantað nýjar hurðir eða hurðarhluta með einfaldri og fljótlegri uppflettingu í forritinu. Áður hefði það getað tekið marga daga að finna réttu gögnin fyrir verkið.

Gögnin mynda einn fremur traustan grunn fyrir tilboðsgerð þegar kaupa þarf þjónustu við rekstur og viðhald, enda veita þau heildstæða yfirsýn yfir staðsetningu viðkomandi hurða. Þessi möguleiki myndi því, að sögn Rimskog, koma sér mjög vel þegar gögn um herbergi, innréttingar og alla hluta og einingar sem þarfnast viðhalds í fasteign eru annars vegar.