Aftur í yfirlit
01. mars 2018

Botkyrkabyggen – Skilvirk umsýsla upplýsinga með BIMeye, allt frá hugmyndavinnu til framkvæmdar

Botkyrkabyggen hámarkar rekstrarferla sína með því að stýra umsýslu upplýsinga á öllum stigum.

Laserskannað líkan af eigninni

Þrívítt líkan af eigninni

Fyrir Botkyrkabyggen sem eiganda fasteigna bíða viðamikil og flókin endurbyggingar-, umbreytinga- og viðbyggingaverkefni á næstunni. Um það bil 8000 íbúðir verða teknar í gegn á næsta áratug. Umsýslu gagna og skrásetningu varðandi fyrirliggjandi byggingar fyrirtækisins hefur ekki verið sinnt sem skyldi og þegar stjórnendur Botkyrkabyggen fóru í greiningu á því hvernig æskilegt væri að standa að byggingarverkefnum komandi ára var umsýsla upplýsinga eitt þeirra sviða sem þörfnuðust úrbóta. 

Botkyrkabyggen hefur innleitt grafíska skjalavinnslukerfið Hyperdoc/FM Access til að fá betri yfirsýn yfir fyrirliggjandi skjöl og gögn, en greiningarvinna hefur einnig leitt í ljós að fyrirtækið þarf að auka áreiðanleika gagna og uppfæra þau oftar og gera viðhald og rekstur bygginga sinna sem allra skilvirkust. 

Þegar breytingar á byggingum eru annars vegar er mikilvægt að hafa aðgang að líkönum með réttum málum. Þess vegna notar Botkyrkabyggen þrívíða laserskönnun við gagnaöflun og sem útgangspunkt við alla líkanagerð í tengslum við grunnummál bygginga.

Þar sem ráðgjafar og verktakar sem koma að verki, þurfa að geta unnið með og haldið utan um það magn upplýsinga sem Botkyrkabyggen kýs að nota, eru notaðar aðferðir sem byggjast á hinni nútímalegu, skýjamiðuðu BIMeye-lausn. Í þeim tilvikum sem BIMeye hefur verið notað, svo dæmi sé tekið, til að uppfylla forskriftir í afhendingarskilmálum hefur skilvirkni aukist um allt að 50%. 

Forskriftir í afhendingarskilmálum eru síðan nýttar sem sniðmát fyrir þau áætlanagerðarverkfæri sem eru notuð við önnur verkefni Botkyrkabyggen, sem og í gagnagrunni BIMeye. Þannig verður til sameiginlegt starfsumhverfi fyrir stjórnendur verkefna og verktaka, sem bæði auðveldar störfin og stuðlar að því að hægt sé að uppfylla kröfur Botkyrkabyggen um upplýsingaflæði með sem skilvirkustum hætti.

„Þar sem við getum nú stjórnað öllum upplýsingaferlum okkar verður veigamesta markmiðið að hámarka skilvirkni framkvæmdaferla, sem er sjálfur kjarninn í starfsemi fyrirtækisins okkar. Samhliða því verður aukin stjórn okkur hvatning til að reyna að hámarka skilvirkni allra verkferla í hverri framkvæmd. Við eigum þegar samstarf við Symetri um gagnaöflunar- og teikningakerfi og það er því fullkomlega eðlilegt að innleiða einnig BIMeye, í því skyni að fá heildstæða stjórn á allri vinnu okkar með BIM og með stafræn verkfæri,“ segir Mathis Berglin hjá Botkyrkabyggen.