Aftur í yfirlit
27. febrúar 2018

tnt arkitekter – BIMeye Room Manager gerir endurbyggingarferlið við verkefnið Boligforeningen Postparken skilvirkara

Til að gera framkvæmd endurbyggingar á Boligforeningen Postparken, sem er íbúðabyggð með 400 íbúðir í Kastrup, völdu tnt arkitekter gagnalausnina BIMeye Room Manager.

Kostir

Kristian Boll er ekki í vafa um þá kosti sem því fylgja að nota BIMeye:

  • Minni tími fer í að greina og lagfæra galla
  • tnt getur vistað allar upplýsingar og gögn um allar íbúðirnar miðlægt, en þarf ekki að setja upp gagnasafn fyrir hverja íbúð fyrir sig
  • Slíkar upplýsingar eru samstilltar milli BIMeye og Revit þannig að bæði teikningagögn og efnislistar eru uppfærð jafnt og þétt.
  • Þetta á einnig við um einstaklingsbundið val íbúanna.
  • Við fáum þar af leiðandi sent gagnayfirlitsblað, gegnum gagnagrunninn, með grunnteikningu og upplýsingum um liti, eldhúsinnréttingar, flísar og baðtæki sem valin hafa verið fyrir hverja íbúð.

„Stærsti kosturinn er tíminn sem sparast með því að sneiða hjá hugsanlegum mistökum. Með því einu að spara okkur tvær klukkustundir á viku með því að vinna með gögnin í Room Manager getur fjárfestingin í hugbúnaðinum borgað sig og vel það á framkvæmdatíma verkefnisins. Og mér er þegar ljóst að til lengri tíma litið verður sparnaðurinn enn meiri.“ 

Kristian Boll, tnt arkitekter

Aukin skilvirkni í endurbyggingu á Boligforeningen Postparken, með Room Manager 

Byggingarnar, sem samanstanda af 13 íbúðarblokkum, voru byggðar í lok fimmta áratugar síðustu aldar. Markmiðið með endurbyggingunni er að endurnýja húsnæðið í samræmi við nútímastaðla og bæta um leið við fleiri íbúðum sem henta stærri barnafjölskyldum. Auk þess verður byggt nýtt hús til sameiginlegra afnota, sem er 300 m².

tnt hefur veitt ráðgjöf við allt ferlið, með sérstakri áherslu á íbúðalýðræði, þar sem íbúarnir hafa áhrif á útlit og gerð ýmissa þátta, svo sem eldhús- og baðinnréttinga í íbúðum sínum.

Val á gagnarunnslausn

Eftir að hafa lokið prufutímabili þar sem BIMeye reyndist mjög vel heppnað „Proof of Concept“ hefur tnt valið Room Manager sem nýja gagnagrunnslausn frá BIMeye.

Að sögn Kristians Boll, sem er ábyrgur fyrir framkvæmdaferlinu, var tnt arkitekter að leita að gagnagrunnslausn sem mætti nota til að hafa heildaryfirsýn yfir einstaklingsbundnar óskir íbúanna, t.d. í eldhúsi og baðherbergi, með öllu sem því fylgir, svo sem flísum, litum og gerðum innanstokksmuna og innréttinga o.fl. 

 

Kostirnir við BIMeye Room Manager

„Markmið okkar með notkun BIMeye er að geta vistað allar upplýsingar og gögn um allar íbúðirnar miðlægt, en þurfa ekki að setja upp gagnasafn fyrir hverja íbúð fyrir sig. Þessar upplýsingar eru samstilltar milli BIMeye og Revit, þannig að bæði teikningagögn og efnislistar eru uppfærð jafnt og þétt. Við fáum þar af leiðandi sent gagnayfirlitsblað, gegnum gagnagrunninn, með grunnteikningu og upplýsingum um liti, eldhúsinnréttingar, flísar og baðtæki sem valin hafa verið fyrir hverja íbúð.

Við vildum finna lausn sem gæti meðhöndlað gögnin og verið einn miðlægur gagnabanki fyrir allt verkefnið, þar sem hægt væri að leiðrétta og uppfæra gögn á einum stað og tryggja að breytingarnar skiluðu sér inn á allar teikningar og öll gögn. Þetta getum við gert með BIMeye.

Nú erum við komin með kerfi þar sem við getum einnig nýtt okkur myndræna gagnaskýrslugerð á PDF-sniði, með lýsingu og mynd af eldhúsinu og baðherberginu í hverri íbúð fyrir sig. PDF-skjalið getum við t.d. sent iðnaðarmönnunum á byggingarstiginu, sem þurfa þá ekki að efast um hvaða efni og innviði á að nota og í hvaða íbúðum. Auk þess er hægt að búa til Revit-grunnteikningar, þar sem BIMeye sendir Revit gögn um val notendanna úr Excel-töflureikni, þannig að teikningarnar eru ævinlega nýuppfærðar.”

Kristian Boll, tnt arkitekter

 

Minni tími fer í að greina og lagfæra galla

Kristian Boll er ekki í vafa um þá kosti sem því fylgja að nota BIMeye:

Stærsti kosturinn er tíminn sem sparast með því að sneiða hjá hugsanlegum mistökum. Með því einu að spara okkur tvær klukkustundir á viku með því að vinna með gögnin í Room Manager getur fjárfestingin í hugbúnaðinum borgað sig og vel það á framkvæmdatíma verkefnisins. Og mér er þegar ljóst að til lengri tíma litið verður sparnaðurinn enn meiri,“ segir Kristian Boll.

Starfsmennirnir tveir sem vinna að verkefninu, sem hefðu að öðrum kosti þurft að gera rúmlega 400 teikningar fyrir allar íbúðirnar, þurfa nú aðeins að gera 20 slíkar. Aðrar teikningar, með frávikum og tilbrigðum fyrir hverja íbúð fyrir sig, er hægt að gera og vinna með í BIMeye.

Þetta fer virkilega vel af stað, við áttum einstaklega gott samstarf við Petter Alm og Anna Ringsén við að gera efnislegar teikningar og skiptumst iðulega á skoðunum gegnum tölvupóst. Með því að nota Room Manager og draga þannig verulega úr fjölda teikninga getum við fyrirbyggt hugsanleg mistök og það verður ótrúlega mikið einfaldara að halda utan um það gífurlega magn upplýsinga sem tengist byggingarverkefninu,“ segir Kristian Boll að lokum.