Komdu þér fljótt af stað með stafrænt gæðaeftirlit
Stafrænt gæðaeftirlit þarf ekki að vera flókið! Það var tilfinningin sem Málarafyrirtækið Poul Erik Rasmussen og Magnus Truelsen & Buch fundu fyrir eftir að hafa tekið þátt í kynningarnámskeiði Ajour System.
Málarafyrirtækið Poul Erik Rasmussen frá Bramming sinnir allsskonar málaraverkefnum í allri Danmörku og hefur u.þ.b. 55 ára reynslu að baki sér. Nú hafa þeir ákveðið að hefja stafrænt gæðaeftirlit á þeirra eigin störfum. Þeir vinna að stóru verki fyrir DAI sem notar AjourInspect fyrir byggingaframkvæmdina og hefur mælt með AjourKS fyrir alla undirverktaka sína.
Magnus Truelsen & Buch er smíða- og trésmíða fyrirtæki frá Óðinsvéum sem sinnir allt frá smáverkefnum til aðalsamninga á öllu Fjóni sem og um allt þrekantssvæðið. Þeir vilja nota AjourKS fyrir gæðaeftirlit á eigin störfum. Ajour hjálpaði þeim að komast af stað með því að búa til verk, skrá inn teikningar og tímaáætlanir til að gera þá tilbúna til að útbúa stafrænt gæðaeftirlit á vinnustaðnum.
Voru tilbúnir þegar þurfti.
Bæði málarafyrirtækið Poul Eris Rasmussen og Magnus Truelsen og Buch fundust þau vera tilbúin til að byrja að nota Ajour eftir kynningarnámskeiðið. Bæði fyrirtækin upplifðu að AjourKS væri einföld og notendavæn vara sem þær gætu fljótt vanist eftir einungis örfáa klukkutíma á kynningarnámskeiði Ajour.
„Hjá Ajour System aðstoðum við viðskiptavini okkar að byrja að nota stafræn verkfæri m.a. með kynningarnámskeiðum. Það er mikilvægt fyrir okkur að notendur finnist þeir vera tilbúnir til að byrja að nota kerfið og við sjáum oft hversu hissa viðskiptavinirnir verða þegar þeir sjá hversu auðvelt kerfið er í notkun“, útskýrir Jeanette Trabjerg, ráðgjafi á Ajour System.
Innbyggðar tímaáætlanir auðvelda upphafið
Starfsmenn málarafyrirtækisins Poul Eris Rasmussen og Magnus Truelsen & Buch voru mjög spenntir fyrir innbyggðu tímaáætlununum sem koma í gátlistaformi og hægt er að aðlaga að hverju verki fyrir sig, þá er bara að koma sér að verki.
Við bjóðum þessa tvo viðskiptavini hjartanlega velkomna!