Nýtt stafrænt frumkvæði mun færa fjónska byggingariðnaðinn á toppinn

Ajour System er nú orðin meðlimur af MiljøForum Fyn sem er hluti af Udvikling Fyn. Við gerum ráð fyrir auðgandi samstarfi og þá sérstaklega þegar kemur að – stafræn framkvæmd – sem MiljøForum Fyn hefur lagt sérstaka áherslu á.

Samstarfið, sem ætlað er að styrkja nýsköpun og stafvæðingu fjónska byggingariðnaðarins, felst í að lókal byggingarfyrirtæki og rannsóknarhópar frá Háskóla Suður Danmerkur (SDU) haldast í hendur og sameinast hinu nýstárlega fyrirtæki Ajour System, sem staðsett er í Óðinsvéum.

Blekið hafði vart náð að þorna á nýjum meðlimasamning á milli Ajour og MiljøForum Fyn – Byggeri þegar fyrirtækin urðu samstarfsaðilar í tengslum við stafvæðingu framkvæmda. Verkefnið ‘Stafrænar breytingar og nýsköpunarsamstarf‘ er stutt af Suður danska vaxtarvettvanginum (Syddansk Vækstforum) og byggðasjóður ESB sér um BIG-gögn í framkvæmdum og notkun BIM-módela, allt frá hönnunarfasanum til framkvæmdar og reksturs. Ajour er helsti keyrsluaðili verksins í gegnum hugbúnaðarverkfræðideild SDU við Mærsk McKinney Møller stofnunina í Óðinsvéum þar sem fjónsk byggingarfyrirtæki eins og Ingeniør’ne og NJ Gruppen A/S taka þátt sem prufufyrirtæki.

Sem einn af fáu hugbúnaðarveitendunum á Fjóni fyrir Norræna byggingariðnaðinn höfum við reynsluna og þá faglegu sérfræðiþekkingu til að leggja okkar af mörkum, út frá nýjum sjónarhornum, þegar um ræðir stafvæðingu framkvæmda. Byggingariðnaðurinn er hluti af stærstu hagsveiflu samfélagsins og hefur þess vegna aukin framleiðni verið hátt á lista samfélagsins í mörg ár. Hjá Ajour höfum við sýnt og sannað að stafræn verkfæri geta skapað mikið gildi innan byggingariðnaðarins með þeim 17.000 notendum sem nota kerfið okkar.

Með þessu nýja samstarfi erum við að fiska eftir að leggja álíka áherslu á stafvæðingu byggingaframkvæmda og heppnaðist vel fyrir vélmennafyrirtækin á Fjóni –“ Asmus Larsen, BIM ráðgjafi hjá Ajour System

Verkefnið, sem núna nýlega fékk umtal í Fyens Stiftstidende, felur í sér að ný áhersluatriði MiljøForum Fyn – Byggeri „Stafvæðing framkvæmda“ muni, meðal annars, stuðla að notkun nýrrar stafrænnar tækni í þágu byggingarfyrirtækja á Fjóni.

„Veitendur stafrænnar tækni er nýr hlekkur í gildiskeðju byggingariðnaðarins og þess vegna er mikilvægt að þeir komi að þróunarverkefnum ásamt byggingarfyrirtækjum og þekkingarstofnunum“ segir Birgitte Munch, viðskiptafræðingur hjá MiljøForum Fyn – Byggeri. „Stafræn tækni sýnir stóra möguleika til að hagræða byggingarframkvæmdum og skapa betri vöru, þess vegna bjóðum við Ajour hjartanlega velkomna sem meðlimi MiljøForum Fyn – Byggeri og hlökkum mikið til árangursríks samstarfs.“

Hjá Ajour System leitumst við að þróa lipurt hugarfar í stafrænu verkfærakistuna okkar. Þessi lipuri hugsanagangur býður uppá stöðuga aðlögun, þróun og breytingu á hugbúnaðinum og í gegnum útbreiðslu okkar innan bygginga- og fasteignaiðnaðinum finnum við að verkfæraúrvalið sem við bjóðum uppá hafa mikil gildi fyrir notendur. Þess vegna erum við, hjá Ajour, mjög ánægð að geta miðlað okkar reynslu af stafrænum ferlum og verkfærum til annars stórs aðila innan byggingariðnaðinum. Ajour hefur ekki einungis áhrif með stafrænum vörum heldur einnig með mikili þekkingu í formi ráðgjafaþjónustu fyrir:

  • Gæðaeftirlit, umsjón, göllum o.fl.
  • Skjala- og teikningastjórnun ásamt útboðum á magnúttektum, tilboðslistum o.fl.
  • Innleiðingu og þarfaskýringar á BIM

Að auki höfum við verið með í að hanna og innleiða UT(IKT)- og útboðsstefnu hersins fyrir fasteignastofnun danska hersins.

Hvað kemur samstarfið með MiljøForum Fyn – Byggeri til með að gefa af sér?

Ajour System þróast stöðugt með stækkandi Ajour vettvangi. Bara í ár höfum við bætt við sjö nýjum starfsmönnum með færni og þekkingu á sviði stafrænna byggingaferla, hugbúnaðarþróunnar og markaðssetningar. Með nýjasta vöruflokknum okkar ‘AjourBIM‘ erum við mitt í hraðri þróun í átt að framtíð sem einkennist af stafrænum verkfærum sem geta spilað saman.

„Við gerum ráð fyrir að MiljøForum Fyn – Byggeri og aðrir meðlimir tengslanetsins geti lagt sitt af mörkum með ferskum hugmyndum og fleiri tengslum, því það er einmitt það sem þarf til að fý nýja innsýn inní þennan örtvaxandi byggingariðnað. Við sjáum nýjustu viðleitni tengslanetsins sem einstakt tækifæri til að safna saman áhugafólki um stafvæðingu fyrir nýtt og spennandi tengslanet með áhuga á stafvæðingu byggingariðnaðarins.“ – René Mortensen, Framkvæmdarstjóri Ajour System

René heldur áfram um samstarfið: „Við förum inní þetta samstarf til að skapa þó nokkrar praktískar lausnir og upplýsingatæknitól sem fjarlæga þetta flókna lag. Þannig geta allir framkvæmdaaðilar fengið möguleikann til að nota nýja tækni og fá þannig fullan ávinning stafvæðingu byggingariðnaðarins.“

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?