Stafrænt gæðaeftirlit í appinu gerir daginn þinn einfaldari
Framkvæmd gæðaeftirlits ætti að vera einföld og auðveld en einnig viðurkennd sem hversdagsverk, þess vegna getur þú, með hjálp frá appinu okkar, fyllt út gæðaeftirlitsskjöl á byggingasvæðinu.
Afhverju er gæðaeftirlit mikilvægt?
Byggingariðnaðurinn er einn af þessum iðnuðum þar sem mikil krafa er um skrásetningu gagna. Sérstakt gæðaeftirlit krefst mikilla gagnaskráningar. Það er mikilvægt að geta skráð niður að verkið hafi verið unnið í samræmi við þær gæðakröfur sem fram koma í verksamningnum. Það gæti því orðið stórslys tapir þú gæðaeftirlitinu. Með því að skipta út hefðbundnum aðferðum yfir í stafrænar lausnir leysir þú vandamálin sem rísa frá týndum skjölum og pappírum.
Stafrænt gæðaeftirlit í appinu
Ajour System hefur nú einfaldað framkvæmd stafræns gæðaeftirlits í appinu. AjourQA, gæðaeftirlitskerfið okkar með teikningum og myndaskjölum, gerir þér kleift að taka iPadinn þinn eða síma með á byggingasvæðið og framkvæmda gæðaeftirlitið á svæðinu. Með örfáum smellum getur þú framkvæmt og útfyllt gæðaeftirlitsskjölin á svæðinu og verið viss um að týna ekki skjalinu. Þú getur alltaf breytt upplýsingunum síðar, þurfi þess. Með appinu getur þú auðveldlega merkt staðsetninguna á teikningu, halað upp myndum, bætt við athugasemdum sem þú getur viðhengt við gæðaeftirlitið. Þegar þú notar appið okkar getur þú lokað málum beint úr símanum þínum.
- Gæðaeftirlit við höndina
- Auðveldur aðgangur að gögnum
- Öll skjöl á einum stað
- Framkvæmdu og ljúktu við málin á einfaldari og hraðari máta
- Sparaðu tíma og fyrirhöfn
Svona framkvæmir þú gæðaeftirlit í Ajour System appinu
Stafrænu lausnirnar eru umtalsvert hraðari í notkun en skriflegar. Með appinu sleppur þú við alla ónauðsynlega handvirka vinnu sem getur verið tengd framkvæmd gæðaeftirlitsskjalfestingarinnar.

- Veldu flokk fyrir skráninguna
- Veldu samninga, vinnu- og stjórnpunkta
- Skrifaðu lýsingu fyrir skráninguna þína, t.d. „Skipta þarft um gler“
- Viðhengdu myndir
- Ljúktu við skráninguna með því að smella á „tilbaka“