Stafrænt gæðaeftirlit krefst notendavænlegra verkfæra
Gæðaeftirlit er yfirleitt álitið vera íþyngjandi eða þreytandi verkefni. Ajour System hefur útbúið stafrænar lausnir til að gera gæðaeftirlit auðveldara, einfaldara … og jafnvel örlítið skemmtilegra?
Gæðaeftirlit er yfirleitt gert vegna lagalegra ástæðna eða vegna skilyrða frá byggingastjórum framkvæmdanna. Þess vegna er mikilvægt að hafa forkröfurnar til staðar til að framkvæma rétt og nákvæmt gæðaeftirlit. Ajour System hefur sett sér sem markmið að gera verkefni eins og gæðaeftirlit eins auðveld og mögulegt er, svo aðilar framkvæmdarinnar geti einbeitt sér að því sem þeir kunna best.
Við höfum nýlega kynnt notkun AjourKS fyrir gæðaeftirlit fyrir tveimur nýjum viðskiptavinum, Køge Bugts Anlægsgartner og Toft Entreprise.
Køge BugtAnlægsgartner hafa yfir 40 ára reynslu í landslagsarkitektúr og framkvæmd og hafa alltaf haft fókus á vel unnri forvinnu og að skila af sér full unnu verki í hæstu gæðum á réttum tíma. Fyrirtækið ætlar að nota AjourKS fyrir stafrænt gæðaeftirlit vill meina að „kerfið virki notendavænt og auðvelt í notkun fyrir byrjendur“. KS kerfið er ætlað til stöðugrar notkunar fyrir öll verkefni Køge Bugt Anlægsgartners.
Toft Entreprise, var stofnað í 2015 og tekur að sér bæði heildar-, aðal- og sérfræðisamninga auk þjónustuverkefna við framkvæmdir, nýbyggingar og viðgerðir. Toft Entreprise þykir mikilvægt að hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er til að halda bygginga- og stjórnunarkostnaði niðri. Þeir hugsa út fyrir kassann, bæði á meðan undirbúningsfasanum stendur en einnig yfir framkvæmdarfasann, og þess vegna hafa þeir ákveðið að þeir séu tilbúnir fyrir stafrænt gæðaeftirlit með Ajour System.
Gæðaeftirlit: hverjir eru kostirnir?
Með AjourKS eykur þú gæðin af þinni skjalfestingu þar sem gæðaeftirlitið er unnið á meðan vinnunni stendur á sjálfum vinnustaðnum. Þannig kemur þú í veg fyrir að þurfa að eyða tíma í stjórnunarstörf á skrifstofunni seinna, og gefur þér möguleikann á að sækja þín skjöl hvenær sem er í gegnum appið eða vefvettvanginn. Við höfum tryggt að það séu ávallt tiltæk og sértæk stjórnunareyðublöð, svo það eina sem þú þarft að gera er að nota kerfið og spara tíma.
Ajour System býður þessa tvo viðskiptavini, Køge Bugts Anlægsgartner og Toft Entreprise, hjartanlega velkomna.