Í danska byggingaiðnaðinum er óþekktur möguleiki í notkun byggingagagna.

MOE er einn fremsti hópur verkfræðiráðgjafa í Danmörku og bætist nú við í hóp þeirra fyrirtækja sem sér gildið í notendavænni og markvissri stafvæðingu – byggingahugbúnaður Ajour System sér um skjaladeilun, bygginga- og fageftirlit.

Miklar framfarir í byggingariðnaðinum og aukið flækjustig verkefna hefur í för með sér aukna þörf fyrir yfirsýn og skilvirka framkvæmdastjórnun. Skýrist það af bæði aukningu í umfangi og magni byggingaverkefna (Heimild: DST). Byggingaverkefni eru byggð á samvinnu á milli margra faghópa. Þess vegna er stór þörf fyrir skilvirka deilun af framkvæmdaupplýsingum, þ.á.m.t. teikningum, skjölum og eftirlitsathugasemdum. En hvernig fer byggingageirinn að því að ná þessu markmiði?

Áskorunin er stafvæðingin

Ein stærsta áskorunin sem byggingaiðnaðurinn stendur frammi fyrir er vöntun á stafvæðingu byggingaverkefna og á sama tíma dvínandi fjárfestingar í tækni á meðal leikmanna geirans. (Heimild: Dagens Byggeri).

Ajour System hefur rætt um stafvæðingaráskorunina við danska ráðgjafafyrirtækið MOE.
MOE er einn af fremstu ráðgjafastofum Danmerkur innan framkvæmda, orkumála sem og iðnaðar og innviða. Með fleiri en 800 starfsmenn starfa þeir sem ráðgjafar fyrir bæði opinbera og einkaaðila innan byggingageirans.

MOE er meðal annars ráðgjafi viðskiptavinarins og byggingastjóri á verkinu „BOLIV“ þar sem Gladsaxe Kommune er viðskiptavinurinn. Framkvæmdin felur í sér að byggja nýjar og nútímalegar íbúðir fyrir einstaklinga með fatlanir sem fela í sér takmarkaða hreyfigetu. Í verkinu notar MOE AjourInspectfyrir stafrænt framkvæmda- og fageftirlit ásamt AjourBOX fyrir stafræna skjalameðferð.

Við spurðum Adam Kanaan, ráðgjafa viðskiptavinarins, hversvegna þeir völdu Ajour System fyrir stafræna framkvæmdastjórnun og svarið var einfalt: „Við spörum tíma þar sem öll byggingagögnin eru á sama stað og það er þannig auðveldara að hafa yfirsýn yfir framkvæmdina. T.d. tryggir AjourInspect að eftirlitsáætlununum sé deilt með réttum aðilum verksins„.

Mikin sparnað að sækja

Þrátt fyrir miklar framfarir í byggingariðnaðinum sjáum við samt sem áður að iðnaðurinn er enn of langt á eftir í notkun stafrænna verkfæra (Heimild: DST, It-anvendelse i virksomheder 2017). Stafvæðingin er langt á eftir ef borin saman við aðra iðnaði og þar er mikinn sparnað í að sækja.

Stafvæðing er orð sem við heyrum oft. Allt á að stafvæða, og stundum getur markmið stafvæðingarinnar gleymst en það má ekki gerast. Ef við stafvæðum iðnaðinn án þess að vita hvert við stefnum eða hvað við græðum á því er það bæði eyðsla á tíma og peningum.

Hjá Ajour System einbeitum við okkur að því hvernig við getum saman beint byggingariðnaðinum í átt að því skilvirka ferli og auknum gæðum með stafvæðingu byggingaverkfæra. Það eru einmitt þessi gildi sem MOE og Gladsaxe Kommune ætla sér að ná. Þeim sjá gildin í að „Straumlínulaga verkfæri Ajour Systemi skapi vettvang fyrir allan byggingariðnaðinn þar sem öllu er safnað saman á einn stað. Skjöl, eftirlitsathugasemdir og teikningar stafvæðast svo allir geti notað gögnin af einum vettvangi – hvort sem er á vefvettvanginum eða í gegnum appið.“ – Adam Kanaan, MOE.
Stafræn framkvæmdastjórnun kemur í veg fyrir vöntun á samskiptum þvert í gegnum framkvæmdina og gagnatap en veitir aukna skilvirkni yfir framkvæmdina.

Stafvæðing – auðveldari en þú heldur!

MOE hefur, líkt og svo margir aðrir, upplifað mótstöðu gegn stafvæðingunni en Adam Kanaan segir að eftir kynningarnámskeið Ajour System voru starfsmenn þeirra í fullu standi til að byrja strax að nota Ajour System.

Góð og létt innleiðsla! Með kynningarnámskeiðum og góðu spjalli við starfsmenn Ajour vorum við fljótt komin auðveldlega af stað. Forritið er mjög notendavænt og með er fljótur að taka það til sín. Hjá Ajour eru þeir alltaf tilbúnir til að aðstoða okkur þegar við hringjum og við getum hiklaust mælt með þeim fyrir aðra ráðgjafa eða verkkaupa.

Hin stafræna tíð er komin til að vera og hún er lent í þessum ört vaxandi byggingariðnaði. Með stafvæðingunni fylgja aukin gæði með byggingunni. Stafræn verkfæri veita fagfólki meiri tíma í það sem þau eru góð í, betri þverfagleg samskipti, betri gæði og hærri fjárhagslegan ávinning.

Ajour System býður uppá samsettan vettvang fyrir alla fasa framkvæmdarinnar sem inniheldur:

  • Fyrirtækja- og verkvef
  • útboðsgátt fyrir stafræn útboð
  • Framkvæmdastjórnun og eftirlit
  • gæðaeftirlit ásamt byggingahlutakortum fyrir rekstur og viðhald.

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?