Nýtt samstarf við Phønix Tag Materialer mun tryggja gæði framleiðendagagna í BIM-módelunum

Hönnuðir eiga nú auðveldara með að teikna og hanna byggingar. Phønix Tag Materialer hleypir af stokkunum vöruúrvali í gegnum stafræna vettvang AjourObjects sem auðveldar teiknistofum að finna og nota rétta BIM-hluti.

Gæði gagna í BIM-módelum skipta sköpum fyrir hönnuði til að meta gæðastig lausna fyrir t.d. sjálfbærni, byggingahæfni og önnur frammistöðuviðmið, þetta er þó oft ferli sem er fullt af áskorunum. Allt of oft uppfylla BIM-gögnin, sem liggja fyrir, ekki þær kröfur sem hönnunin krefst. Það er vöntun á BIM-innihaldi í hæstu gæðum.

Nýja Revit viðbótin okkar hefur vakið áhuga um alla Evrópu og er séð fyrir að viðbótin verði árangursrík útflutningsvara frá Danmörku í framtíðinni. Verkfærið heitir AjourObjects og er grunnútgáfan ókeypis.

Ajour System hefur yfir þróun lausnarinnar unnið með mörgum teiknistofum og hefur danski þakpappaframleiðandinn Phønix Tag Materialer óskað eftir því að gera sína BIM-hluti aðgengilegri fyrir notendur.

Eftir kynningu á lausninni sjáum við skýrt og greinilega að teiknistofurnar spara tíma þar sem teikningar af hlutum framleiðenda eru alltaf aðgengilegir í tækjastiku Revit“ útskýrir Thomas Holm, sem er tæknilegur ráðgjafi hjá Ajour System. Hann heldur áfram:

” – Tæknistofan eykur skilvirkni vinnunnar, þar sem hönnuðurnir þurfa ekki að eyða tíma í að leita eftir hlutunum. Lausnin er skýbyggð (Cloud-based) og hafa arkitektar alltaf uppfærða BIM-hluti við höndina sem þeir geta notað aftur og aftur í gegnum verkefni án þess að þurfa að stóla á gamlar upplýsingar á staðbundnu drifi“, segir Thomas Holm.

Safn Phønix Tag Materialers inniheldur yfir 100 mismunandi Revit-hluti í bæði tví- og þrívídd. Meirihluti safnsins stendur af nánum upplýsingum um efnin sem venjulega eru notuð í smáatriðin, t.d. múrsteinn, byggingarviður og gipsplötur.

Iðnaðurinn krefst góðra BIM-gagna

Það krefst bæði tæknilegrar þekkingar og iðnaðar- og hönnunarreynslu til að skilja áskorunina sem felst í því að þróa BIM-innihald í hæstu gæðum. Þess vegna er okkar markmið með samstarfinu: Að skila af okkur gæðum til viðskiptavina okkar í gegnum AjourObjects.

Með því að tengja sterkar iðnaðarlausnir og tæknilega þekkingu Ajour System við faglega hæfni og vöruþekkingu Phønix Tag Materialers leggjum við okkar af mörkum við að tryggja að það BIM-innihald sem við opinberum á vettvanginum okkar uppfylli kröfur iðnaðarins um að vera einfalt, skilvirkt í notkun og að það innihaldi einungis nauðsynlegar upplýsingar.

Ert þú forvitin um hvernig þú færð aðgang að AjourObjects? Lestu meira hér: https://ajourobjects.com

Þú getur einnig fengið upplýsingar frá Phønix Tag Materialer: https://www.phonixtagmaterialer.dk/bim-revit-autocad-tegningsmateriale

Um okkur

Ajour System A/S er markaðsleiðandi fyrirtæki sem bíður uppá stafrænar lausnir sem unnar eru í samstarfi við iðnaðarsérfræðinga og nýjustu tækni. Með lausnunum okkar leiðum við aðila byggingarverksins saman í að skila af sér gæðum, sjálfbærni með færri auðlindum, sniðugum ferlum og ánægðum kúnnum.

Þú getur orðið hluti af notendahóp AjourContent hér:https://ajourobjects.comog í kjölfarið sótt Autodesk Revit viðbótina sem veitir þér aðgang beint út Autodesk Revit.

Hafðu samband við okkur:
Ajour System A/S
Sanderumvej 16 B
5250 Odense SV
+45 70 20 04 09
mail@ajoursystem.dk

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?