Þetta nýja samstarf á að tryggja gæði framleiðandagagna í BIM-módelunum.

Samvinnan á milli Ajour System A/S og IKT-lederne ApS hefur það markmið að tryggja gæði allra gagna í BIM-módelunum.

Gæði gagna í BIM-módelum skipta sköpum fyrir hönnuði til að meta gæðastig lausna fyrir t.d. sjálfbærni, byggingahæfni og önnur frammistöðuviðmið, þetta er þó oft ferli sem er fullt af áskorunum. Allt of oft uppfylla BIM-gögnin, sem liggja fyrir, ekki þær kröfur sem hönnunin krefst. Það er vöntun á BIM-gögnum í hæstu gæðum.

„Við viljum bæta fyrir það að allt of mikið magn BIM-gagna er ónothæft fyrir hönnuði því það inniheldur of mikið eða of lítið af upplýsingum eða innheldur jafnvel rangar upplýsingar“
útskýrir Asmus Larsen frá Ajour System A/S

Athugasemdir úr geiranum

Það sem viðskiptavinir okkar hafa tjáð okkur er að það er vöntun á hágæða BIM-gögnum og framleiðendagögnum sem er búið til og aðlagað að þeim aðstæðum, vinnubrögðum og ferlum sem hönnuðir vinna með.

Allt of mikið af BIM-gögnum er ónothæft fyrir hönnuði því þau innihalda of mikið, of lítið eða rangar upplýsingar og uppfyllir þar af leiðandi ekki kröfur rúmfræðinnar. Þess vegna hafa Ajour System A/S og IKT-lederne ApS hafið samstarf til að þróa BIM-gögn og framleiðendagögn í hæstu gæðum sem stenst kröfur hönnuða.

Iðnaðurinn krefst góðra BIM-gagna

Það krefst bæði tæknilegrar þekkingar og iðnaðar- og verkreynslu til að skilja áskorunina sem felst í því að fullvinna BIM-gögn í hæstu gæðum. Þess vegna er sameiginlegt markmið okkar og metnaður með samvinnunni: að skila af okkur gæðum til viðskiptavina okkar í gegnum AjourObjects.

AjourObjects ský-uppbyggður efnisstjórnunarvettvangur sem tryggir samrýnt innihald sem alltaf er til taks og er alltaf uppfært eftir nýjustu upplýsingum. Í AjourObjects fer leitin af hlutum fram í gegnum verkvettvanginn Autodesk Revit. Þú finnur hlutina fljótlega eftir nafni, eiginleikum eða öðrum leitunarsíum.

Með því að tengja sterkar iðnaðarlausnir og stafræna þekkingu Ajour System með faglegu hæfni og þekkingu IKT-lederne, sem kemur frá nokkrum af stærstu fyrirtækjunum í geiranum, getum við birt BIM-gögn á vettvanginum sem uppfyllir allar þær iðnaðarkröfur sem beðið er um; að gögnin séu einföld í notkun og innihaldi einungis nauðsynlegar upplýsingar.

Við völdum samstarf við Ajour System meðal annars vegna þess að við sáum kostina við það að deila þeim BIM-gögnum sem við framleiðum daglega. Á þann máta eru það fleiri en við sem njótum góðs af þeim. Við sjáum að það eru mörg minni fyrirtæki sem hafa ekki auðlindir eða þekkingu til að viðhalda eða skapa innihald fyrir þeirra daglegu notkun og viljum við þess vegna bæta við í þennan stóra hluta iðnaðarins.” Símon Ólafsson, IKT-lederne ApS.

Hvernig leysum við þetta?

Með AjourObjects fá hönnuðir beinan aðgang að innihaldi birgja í gegnum viðbót Ajour System í Autodesk Revit. Lausnin er í stöðugri þróun með BIM-gögnum frá birgjum og framleiðendum.

Um okkur

IKT-lederne ApS hefur breiða reynslu úr geiranum og hefur unnið með flestum iðnaðarhópum á stórum verkum. Þeir nota reynslu sína og þekkingu til að búa til þarfagreiningar og tryggja þar með að þeir hjálpi fyrirtæki þar sem þörf er á. Þeir leita stöðugt eftir því að vera á meðal leiðandi ráðgjafafyrirtækja á markaðinum þegar kemur að þekkingu og framkvæmdastjórnun innan BIM og IKT. Hafa samband við IKT-lederne ApS: www.ikt-lederne.dk/kontakt

Ajour System A/S er markaðsleiðandi fyrirtæki sem bíður uppá stafrænar lausnir sem unnar eru í samstarfi við iðnaðarsérfræðinga og nýjustu tækni. Með lausnunum okkar færum við byggingaraðilunum möguleikann á að skila af sér gæðum, sjálfbærni með færri auðlindum, þægilegum ferlum og ánægðum viðskiptavinum.

Þú getur orðið hluti af notendahóp AjourObjects í gegnum eftirfarani tengli: https://ajourobjects.com og í kjölfarið sótt Autodesk Revit viðbótina okkar sem getur þér beinan aðgang að AjourObject í gegnum Autodesk Revit.

Viljir þú bæta þínum gögnum við AjourObjects skaltu hafa samband við okkur í gegnum:

Ajour System A/S
Sanderumvej 16 B
5250 Odense SV
+45 70 20 04 09
mail@ajoursystem.dk

IKT-lederne ApS
Esromgade 15, 4. 2401
2200 København N
+45 71 12 02 78
info@ikt-lederne.dk

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?