Þrjár góðar ástæður til að nota stafrænt gæðaeftirlit

Gæðaeftirlit er ekki einungis nauðsynlegt séð út frá lagalegum grundvelli heldur er það einnig góður möguleiki fyrir þig sem framkvæmdaraðili að sýna kúnnanum að vinnan hefur verið unnin í samræmi við það sem þið hafið samþykkt ykkar á milli. Með stafrænu gæðaeftirliti getur þú verið á undan byggingarferlinu og þú getur forðast mistök eða misskilning á meðan ferlinu stendur.

Sért þú ekki nú þegar ofurnotandi af stafrænu gæðaeftirliti skaltu leyfa okkur að kynna fyrir þér þrjár góðar og ómissandi ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að íhuga að byrja að nota stafrænt gæðaeftirlit á vinnustaðnum.

Afköstin aukast með stafrænu gæðaeftirliti

Með stafrænum lausnum losnar þú undan neikvæðri vinnu þar sem stafrænar lausnir eru mun fljótlegri í notkun heldur en skýrslur skrifaðar á pappír.
Hugsaðu bara um handvirka ferlið: taka myndir á svæðinu, skrifa niður athugasemdir á blað, fara aftur á skrifstofuna, færa myndirnar yfir á tölvuna og tengja þær við skýrsluna, senda viðeigandi aðilum tölvupóst, fara aftur á vinnusvæðið og leysa vandamál o.s.frv.
Ajour System hefur einfaldað þetta ferli fyrir þig þar sem þú sleppur við ónauðsynlega handvirka vinnu. Með AjourQA getur þú nefnilega tekið Ipad eða símann með á byggingasvæðið og útfyllt gæðaeftirlitið á sama tíma og þú gengur yfir svæðið. Veldu staðsetningu ás teikningu, tengdu myndir við, hakaðu við punkta á gástlista og ljúktu við skráninguna.

Verksamstarfið verður betra

Það getur gerst að maður gleymir að senda skýrslur til lykilleikmanna verksins, sem getur haft ýmsar afleiðingar fyrir verkefnið, efnahaginn og almennt samstarf. Þessar aðstæður getur þú forðast með því að nota stafrænar lausnir, líkt og hjá Ajour System. Með því að nota símann þinn hafa allir aðilar verksins aðgang að upplýsingum og allir geta fylgst með stöðu og innhaldi gæðaeftirlita.

Skýrslur tapast ekki.

Byggingariðnaðurinn er einn af þessum iðnuðum þar sem mikil krafa er um skrásetningu gagna. Sérstakt gæðaeftirlit krefst skrásetningu gagna, og mikið af þeim, og þess vegna er það mjög hörmulegt þegar einhverra þessarra gagna glatast. Með því að færa sig úr hefðbundnum aðferðum yfir í stafrænar lausnir hefur þú leyst vandamálið við týndar eða glataðar skýrslur. Þú safnar ekki aðeins öllum upplýsingunum þínum og skýrslum á einn stafrænan stað heldur er því öllu einnig hlaðið uppá skýið. Það þýðir að jafnvel þó tölvan þín hrynji er engin ástæða til að óttast.

Það eru margir kostir við að stafvæða gæðaeftirlitið svo leyfðu okkur að hjálpa þér við að einfalda gæðaeftirlitið til muna.

Viljir þú vita meira um kostina við notkun stafrænna gæðaefitrlita er þér velkomið að lesa meira um AjourQA, stafræna gæðaeftirlitið okkar með teikningum og myndaskrám. hér eða hafa samband við okkur í síma 0045 70 20 04 09 þar sem við bíðum tilbúin að svara öllum þeim spurningum sem þú hefur um hvernig áhrif stafrænt gæðaeftirlit gæti haft á þitt fyrirtæki.

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?