Stafrænn verkfærakassi fyrir byggingar- og fasteignageirann

Ajour System hjálpar fyrirtækjum í bygginga- og fasteignageiranum að auka skilvirkni verkefna sinna með því að straumlínulaga boðskipti og gagnagerð og auka hreyfanleika miðlunar. Með miðlægu vinnuumhverfi þar sem nálgast má allar upplýsingar má draga verulega úr hættu á byggingargöllum, töfum og samskiptavandræðum og það tryggir þér bæði aukin gæði og hagkvæmni.

Ajour System hefur verið í forystu á sínu sviði frá 2009. Við hófum þróunarstarfið við hugbúnaðinn okkar til að uppfylla þörf fyrir aukna skilvirkni í byggingarferlum og spara um leið tímann sem fer í stjórnsýslu og pappírsvinnu. Allar götur síðan hafa bæði hugmyndin og vöruframboðið vaxið og dafnað.

Helstu áherslur okkar:

Við léttum þér lífið

Við hlustum á viðskiptavinina

Við ábyrgjumst gögnin þín

Hvers vegna Ajour?

  • Allir ráðgjafar okkar eru menntaðir í byggingafræðum og búa að reynslu úr bygginga- og fasteignageiranum. Við skiljum til hlítar áskoranirnar sem flókið byggingaferli felur í sér.
  • Við höfum þróað samskiptaumhverfi sem auðveldar allt samstarf milli mismunandi aðila að verkefninu.
  • Við höfum þróað kerfið með það fyrir augum að það sé sem auðveldast í notkun.
  • Heildstætt vinnuumhverfi, allt frá áætlanagerð til framkvæmdar.

Hafðu samband til að spjalla

Við viljum alltaf fá að heyra um ykkar reynslu. Sláðu á þráðinn ef þú vilt vita meira um hvernig við getum hjálpað ykkur.