Stefna Ajour um kökur og persónuvernd

Inngangur
Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar söfnum við upplýsingum um þig sem við notum til að sérsníða og bæta efnið okkar og auka verðmæti þeirra auglýsinga sem við birtum á síðunni. Ef þú vilt ekki að við söfnum slíkum upplýsingum um þig ættirðu að eyða kökunum þínum og hætta að nota vefsvæðið. Hér á eftir skýrum við nánar hvaða upplýsingum er safnað og í hvaða tilgangi og hvaða þriðju aðilar fá aðgang að þeim upplýsingum.

Kökur
Vefsvæðið okkar notar „kökur“, sem eru textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni, farsímanum eða sambærilegum tækjum, í þeim tilgangi að bera kennsl á tækið/tækin, muna stillingar, safna tölfræðigögnum og sérsníða markauglýsingar. Kökur innihalda enga kóða sem geta valdið skaða, svo sem vírusa.

Hægt er að eyða kökum eða loka fyrir þær. 

Ef þú eyðir kökum eða lokar á þær er hugsanlegt að auglýsingar verði ekki eins sérsniðnar fyrir þig og birtist oftar. Þú getur einnig átt á hættu að vefsvæðið starfi ekki með fullri virkni og þú getir ekki nýtt þér tiltekið efni þess.

Vefsvæðið inniheldur kökur frá þriðja aðila:

  • Google Analytics
  • LinkedIn 
  • Facebook Pixel
  • ShareThis

Persónuupplýsingar

Almennar upplýsingar
Persónuupplýsingar eru hvaða upplýsingar sem vera skal sem má að einhverju leyti rekja til þín. Þegar þú notar vefsvæðið okkar söfnum við og vinnum úr margs konar slíkum upplýsingum. Þetta gerist t.d. við almenna notkun á efni, þegar þú skráir þig í áskrift að fréttabréfinu okkar, tekur þátt í samkeppnum eða könnunum, skráir þig sem notanda eða áskrifanda, notar aðra þjónustu eða kaupir eitthvað gegnum vefsvæðið.

Sem dæmi um upplýsingar sem við söfnum og vinnum með má nefna: Einkvæmt auðkenni og tæknilegar upplýsingar um tölvuna þína, spjaldtölvuna eða farsímann, IP-töluna þína, landfræðilega staðsetningu þína og upplýsingar um vefsíður sem þú smellir oft á (áhugasvið). Að því marki sem þú veitir sjálf(ur) sérstaka heimild fyrir því og slærð sjálf(ur) inn þær upplýsingar er auk þess unnið með: nafn, símanúmer, netfang, heimilisfang og greiðsluupplýsingar. Slíkar upplýsingar eru yfirleitt veittar í tengslum við innskráningu eða við kaup.

Öryggi
Við höfum gert tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að fyrirbyggja að upplýsingunum þínum verði, viljandi eða óviljandi, eytt, þær opinberaðar, þær glatist, rýrni eða komist í hendur óviðkomandi aðila, verði misnotaðar eða verði á einhvern annan hátt meðhöndlaðar í bága við gildandi löggjöf.

Tilgangur
Upplýsingarnar eru notaðar til að auðkenna þig sem notanda og birta þér auglýsingarnar sem eru líklegastar til að hafa mest vægi fyrir þig, skrá innkaup sem þú gerir og veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir, svo sem að senda þér fréttabréf. Auk þess notum við upplýsingarnar til að gera þjónustu okkar og efni sem best og gagnlegast.

Varðveislutímabil
Upplýsingarnar eru geymdar í þann tíma sem heimilt er samkvæmt gildandi löggjöf og þeim verður eytt um leið og þær teljast ekki lengur nauðsynlegar. Tímabilið er háð eðli upplýsinganna og ástæðu fyrir geymslu upplýsinganna. Það er því ekki hægt að tilgreina almenn tímamörk fyrir varðveislu upplýsinga.

Áframsending upplýsinga
Gögn um notkun þína á vefsvæðinu, auglýsingarnar sem þú færð sendar og hugsanlega smellir á, landfræðilega staðsetningu, kyn, aldur o.fl. eru áframsend til þriðju aðila að því marki sem slíkar upplýsingar liggja fyrir. Þú getur kynnt þér hvaða þriðju aðila er um að ræða í kaflanum „Kökur“ hér að ofan. Upplýsingarnar eru nýttar til að sérsníða markauglýsingar.

Við nýtum okkur auk þess ýmsa þriðju aðila til að varðveita og vinna með gögn. Slíkir þriðju aðilar meðhöndla eingöngu upplýsingar fyrir okkar hönd og þeim er ekki heimilt að nýta þær í eigin þágu.

Áframsending persónuupplýsinga, til dæmis nafns og netfangs, mun aðeins eiga sér stað ef þú samþykkir slíka áframsendingu. Við notum aðeins gagnavinnsluaðila í aðildarríkjum ESB eða ríkjum þar sem gögn um þig njóta tilhlýðilegrar verndar.

Upplýsingar og kvartanir
Þú hefur rétt á að fá upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar um þig er unnið með. Þú getur auk þess hvenær sem er andmælt því að slíkar upplýsingar séu nýttar. Þú getur einnig afturkallað samþykki fyrir vinnslu upplýsinga um þig. Ef upplýsingar um þig sem unnið er með reynast rangar hefurðu rétt á að þær verði leiðréttar eða þeim eytt. Ef þú hefur kvörtun fram að færa um vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig geturðu einnig haft samband við Persónuvernd.

Útgefandi
Eigandi og útgefandi vefsvæðisins er:

Ajour System A/S
Sanderumvej 16B
5250  Odense SV
Sími: +45 7020 0409
Netfang: mail@ajoursystem.dk