Tjele Entreprenørforretning og Dianalund Entreprise nota skilvirk stafræn gæðaeftirlitsverkfæri sem bæði eykur gæðin og sparar tíma.

Tjele Entreprenørforretning notar AjourKS við gæðaeftirlit á allri klóaksvinnu. Með AjourKS næst bæði betri gæðaeftirlits skjalfesting á sama tíma og tíminn er sparaður, því gæðaeftirlitið er framkvæmd á sama tíma og verkið er unnið. Ajour deilir verkteikningunni með verktökunum í gegnum símana þeirra eða spjaldtölvu sem einfaldar daglegt gæðaeftirlit töluvert.

“Við náum betri lokaniðurstöðu því við getum skráð beint á teikningarnar á réttan stað við rétt efni á meðan við erum á byggingastaðnum og getum að sama skapi viðhengt myndir og teksta. Fyrr var þetta ágætis púsluspil þegar við höfðum tekið myndir því þær þurfti líka að geyma og nefna. AjourKS einfaldar vinnuverlið og tímasparnaðurinn sem fylgir er mikill. Gæðaeftirlitið er mikið betra þegar skráningarnar hafa tíma- og dagsetningu.“

Niels Nielsen, Tjele Entreprenørforretning

Dianalund Entreprise vinnur nú að verki þar sem Ajour er notað af öllum aðilum – allt frá ráðgjöfum til aðal- og undirverktaka. Þar virkar Ajour sem einskonar samskiptavettvangur sem og framkvæmdastjórnunarverkfæri sem tryggir betri lokaniðurstöðu og einsleiti innan verksins.

“Það er kostur að það sé hægt að safna öllum gögnum í einu kerfi og það gefur einsleita niðurstöðu þar sem allir notast við vettvanginn. Á sama tíma spörum við tíma og fáum betri skjalfestingu þar sem við getum alltaf skráð athugasemdir á rétta staði á teikningarnar og sleppum þannig við að vinna aukalega á kvöldin eða um helgar.“

Ove Andersen, Dianalund Entreprise

Bæði fyrirtækin eru meðlimir af iðnaðarsamtökunum Danske Maskinstationer og Entreprenører (DM&E), sem kynnti þau fyrir Ajour. Ajour system hefur verið prófað og
af DM&E sem mælir með okkur.

“DM&E hefur síðan 2014, í gegnum samstarf við Ajour System A/S, unnið með og stutt AjourKS. Með AjourKS höfum við fundið stafrænt gæðaeftirlitsverkfæri sem er sveigjanlegt, notendavænt og rúmar þarfir allra faggreina, bæði fyrir stór sem smá fyrirtæki.

Søren Christensen, DM&E

Innbyggðir gátlistar og tímaáætlanir auka skilvirknina

Bæði þessi verktakafyrirtæki sjá mikið gildi í gátlistunum og tímaáætlunum sem innbyggð eru í AjourKS, en það býður uppá mikinn sveigjanleika þar sem það er hægt að aðlaga þetta
að þörfum hvors fyrirtækis og geyma með staðlað form fyrirtækisins.

Veitir strúktúr og yfirsýn yfir verkefnin

“AjourKS er skilvirkt og notendavænt verkfæri til að safna öllum skjölum og teikningum saman á netinu og á sama tíma gefa yfirsýn yfir yfirstandandi verk.“

Niels Nielsen, Tjele Entreprenørforretning

Hlutirnir eru alltaf erfiðir í upphafi, eða hvað?

“Ajour gerir þetta létt og yfirstíganlegt með notendavænu og leiðandi kerfi og þegar bara fer fyrst af stað kemur fljótt í ljós hversu auðvelt það er í notkun. Við hoppuðum fljótt á lestina með Ajour því við sáum að stafrænt gæðaeftirlit er framtíðin og hjá því verður ekki komist.“

Ove Andersen, Dianalund Entreprise

Hafðu samband við stuðning

Hringdu í okkur

Opið mánudag-föstudags 08.00-16.00

Skrifaðu til okkar

Fá persónulega leiðsögn

Skipulagðu persónulega leiðsögn með einum af sérfræðingunum okkar til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar getur haft á fyrirtækið þitt.

Scroll to Top

Ønsker du at prøve vores produkter af?

Planlæg en demo med en af vores eksperter for at se den indflydelse vores software kan have på din virksomhed 

Hvilke produkter er du interesseret i?

Langar þig að prufa þær vörur sem við bjóðum uppá?

Skipulagðu kynningu sem sérfræðing frá okkur til að sjá þau áhrif sem hugbúnaðurinn okkar gæti haft á fyrirtækið þitt

Hvaða vörum hefur þú áhuga á?