Gagnastjórnun með BIMeye

Með BIMeye færðu skýjalausn sem samanstendur af nokkrum forritum sem nota má til að vinna með öll BIM-gögn sem tengjast tiltekinni byggingu, allan líftíma hennar. Við bjóðum einnig upp á BIMeye sem hluta af AjourBIM, en það er miðlægur gagnagrunnur í skýi sem allir hlutaðeigendur geta nýtt sér, allt eftir úthlutunum og einstaklingsbundnum þörfum. Með þessari lausn er dregið úr þörf á CAD- eða BIM-forritum, þar sem ekki þarf að nota slíkt forrit til að nálgast gögn í BIMeye. Þannig er hægt að draga úr þörf fyrir dýrar CAD-heimildir og minnka hættu á að flöskuhálsar myndist hjá BIM-sérfræðingum fyrirtækisins.

BIMeye er ætlað ráðgjöfum, verkkaupum, aðalverktökum og arkitektum.°Þú getur unnið með gögnin fyrir þín verkefni og BIMeye samstillir allar breytingar sem þú gerir, í öllum gagnagrunnum og í BIM-verkfærunum og sér til þess að öll gögn sem sótt eru séu ævinlega í síðustu, uppfærðu útgáfu. Hvert þessara forrita færir þér nýja möguleika á sjálfvirkni og aukinni umsýslu með sértækum hlutum hönnunar- og byggingarferlisins.

Aðilar að verkefni geta leitað í og síað veigamiklar upplýsingar um verkefni í gegnum eitt, einfalt notendaviðmót og flutt út gögn í Excel eða Word. 

Þínar upplýsingar eru settar upp eftir færibreytum í skipulegar töflur og þannig færðu með einföldum hætti yfirsýn yfir það hvort allar upplýsingar hafa verið færðar inn um valda þætti. Þættirnir sjást í þrívíðum gagnaskoðara BIMeye og þannig færðu grafíska yfirsýn yfir staðsetningu þeirra. 

BIMeye styður Tekla, ArchiCAD, Revit, IFC, Excel og Word.

Skoðaðu BIMeye-tilvik hér.

Horfðu á myndbandiðLeyfðu okkur að hafa samband

Stjórnaðu BIM-gögnunum þínum með BIMeye-forritum

Requirement Manager

Skilgreindu hagnýtar og tæknilegar kröfur í öllum rýmum í þínu verkefni og eigðu samstarf þvert á fagteymi.

Room Manager

Búðu til, breyttu, flokkaðu og deildu upplýsingum um öll rýmin – í einu eða fleiri þrívíðum líkönum.

BIM Asset Manager

Stjórnaðu öllum byggingarhlutum og flokkum úr einu eða fleiri líkönum og tengdu saman líkön úr Revit, Tekla, ArchiCAD og IFC.

Interior Manager

Hannaðu, gerðu breytingar, flokkaðu og birtu upplýsingar tengdar innanhússhönnun þinna verkefna.

Door Manager

Fáðu heildstæða yfirsýn yfir allar upplýsingar um hurðir og dyr, sem eru samstilltar við allar líkanaskrár fyrir tiltekið verkefni.

Revision Manager

Fylgstu með og eigðu auðveldlega samskipti við alla aðila að þínu verkefni og rektu og vistaðu eigin breytingar.

Demonstration af AjourQTOs web-interface

AjourQTO – einföld yfirsýn yfir magntölur

AjourQTO (Quantity Take Off) er án efa eitt einfaldasta verkfærið á markaðnum til að sækja magntölur úr Revit-líkönum og flytja inn í Excel.

Með virkum Excel-tenglum fæst einstök yfirsýn yfir líkanið með hliðsjón af Excel. Þú smellir einfaldlega á eitthvert atriði í annaðhvort Revit eða Excel og þá leiftrar valdi byggingarhlutinn í hinu forritinu.

AjourQTO er til dæmis notað til að veita betri yfirsýn yfir dyra- og hurðatöflur sem og öll atriði í útboðslistum. Excel live-link hlekkjar saman verðlagða byggingarhluta í Excel og staðsetningu viðkomandi hluta í líkaninu.

Verkfæri er ókeypis en krefst þess að þú hafir Revit-leyfi.

AjourQTO notað til að flytja gögn og magntölur í Excel

  • Merktu þættina sem þú vilt láta flytja út í Excel og málið er leyst með einum smelli.
  • Fyrir veggi eru birtar brúttó- og nettómagntölur fyrir bæði glugga og dyr. Þannig færð þú°nákvæmar magntölur sem eru sérsniðnar að þörfum fagverktaka og við ábyrgjumst að hver sem er getur nýtt sér þær.