Örugg gagnastjórnun – þegar skjal er gert stafrænt er öruggt að ekkert glatist

AjourBox er fullbúinn verkefnavefur (Projectweb) fyrir umsýslu teikninga og gagna sem tengjast fasteigninni þinni eða byggingarverkefninu og það má nota allt frá áætlanagerðarstigi til afhendingar og reksturs. Það er auðvelt að deila gögnum með öðrum og nálgast eigin gögn, hvort sem þú ert á skrifstofunni eða á ferð og flugi. AjourBox safnar öllum gögnum og skjölum saman á einum stað og tryggir öllum fagteymum skjótt og auðvelt aðgengi að efni tengdu verkefninu. Með sjálfvirku breytingaeftirliti er tryggt að meðlimir í teymi opni ævinlega nýjustu útgáfuna af öllum skjölum.  

AjourBox er grunnstoðin í Ajour og er hægt að nota þvert á allar vörurnar í kerfinu. Öll atvik eru skráð og tilkynningar eru sendar um allar breytingar og ný gögn. AjourBox er réttindamiðað og það er auðvelt að úthluta sérstækum möppum á tiltekin fyrirtæki eða notendur, þannig að aðeins sé veittur aðgangur að þeim möppum sem úthlutað er á viðkomandi. 

Til að létta þér lífið höfum við útbúið samþætta staðla fyrir skipulag á möppum og þú getur einnig sett upp og flutt inn þitt eigið skipulag. AjourBox stenst allar kröfur sem gerðar eru til vefsvæða verkefna (Projectweb) í IKT-tilskipuninni.  

 

Fáðu að heyra hvernig AjourBox getur haft virðisaukandi áhrif á þitt byggingarverkefni

Hafðu samband

Kostirnir við AjourBox

Örugg hýsing

Gögn eru geymd á öruggu svæði í sérhannaðri rekstrarmiðstöð, með traustri nettengingu, aðgangsstýringum, kælingu og vöktun. Daglega er öryggisafrit af kerfinu vistað á ytri netþjóni á öðrum stað.

Auðvelt að vinna með og deila skrám

AjourBox tryggir öllum notendum greiðan aðgang að verkefnistengdu efni og með úthlutunum aðgangsheimilda getur þú stjórnað því hver sér hvaða möppur og skrár og hver getur breytt efni, hlaðið upp nýjum skrám og birt skrár. 

Forskoðun

Með forskoðun skráa°færðu í einum hvelli yfirsýn yfir innihald skráarinnar, t.d. teikningarnar, og sækir þess vegna alltaf einmitt réttu skrána í fyrstu atrennu.

Að flytja inn möppuskipulag

Þú getur nýtt þér innbyggða Molio (Bips)-staðla okkar fyrir skipulag á möppum, en getur einnig sett upp og flutt inn eigið skipulag á möppum.

Ítarlegt ferilyfirlit

AjourBox inniheldur heildstæða skráningu á öllum atvikum þar sem m.a. má sjá hver hefur sótt, breytt eða skoðað tiltekna skrá.  

Fyrirtækis- og verkefnasvæði

AjourBox er meira en aðeins verkefnavefur (Projectweb). Með AjourBox geturðu einnig vistað öll innri gögn fyrir tiltekið verkefni.

Demonstration af AjourBox app på smartphone

Alltaf innan seilingar. Hvar og hvenær sem er

Það hefur aldrei verið auðveldara að deila skrám og gögnum. Þú skoðar skrárnar þínar hvar og hvenær sem er og getur einnig deilt þeim með öðrum. 

AjourBox er aðgengilegt úr netvöfrum og sem forrit í snjallsímum og spjaldtölvum. Forritið er fáanlegt fyrir bæði Apple og Android.