Haltu skráningu yfir reksturinn og viðhaltu ábyrgðinni

AjourFM er notað til að vinna stafrænt efni fyrir rekstur og viðhald, í tengslum við afhendingu byggingarinnar og fyrir rekstur og viðhald í kjölfarið. AjourFM léttir alla gagnaöflun og þú sleppur við að safna upp möppum í tugatali. Um leið kemur þú skipan og skikk á gögnin þín og það verður leikur einn að leita í þeim.

Þú, eða ábyrgur verktaki, færir rekstrargögn inn á byggingarhlutakortið á netinu og hengir viðhaldshandbækur tengdar rekstri byggingarinnar við. Útfyllt byggingarhlutakortið liggur til grundvallar rekstraráætlun sem gefur þér auðveldlega yfirsýn vegna stjórnunar á rekstri og viðhaldi fasteignarinnar, en þannig tryggirðu að allar ábyrgðir haldi gildi. 

  • Yfirsýn í einni svipan yfir stöðu allra þátta á útfyllta byggingarhlutakortinu
  • Úthlutaðu ábyrgðaraðilum á mismunandi byggingarhlutakort
  • Hafðu fulla stjórn á rekstrinum með ítarlegu vinnukorti
  • Stofnaðu tilfallandi verkefni
  • Samþætt verkefnavefsvæði, AjourBox, til að skrá allt rekstrartengt efni

Lestu meira um AjourBox

Kostirnir við AjourFM

Gagnagrunnur á netinu með byggingarhlutakorti

Öllu rekstrartengdu efni er safnað saman á einum stað og það skipulagt með sama hætti. Þannig verður auðvelt að leita að réttu upplýsingunum.

Rekstraráætlanir og verkefnadagatal

Þú framkvæmir kerfisbundnar viðhaldsaðgerðir á fasteigninni beint úr farsímanum, með aðstoð ítarlegs vinnukorts.

Skýrsluritill og gagnaflutningur

Það er leikur einn að útbúa gögn og vista þau beint í AjourBox og þá sleppurðu við að henda reiður á ótal útprentuðum skjölum.

Flokkun með CCS, SfB, FVK

Byggingarhlutatöfluna má flokka ýmist eftir SfB, CCS eða FVK, allt eftir verkefninu.

BIM-gagnainnflutningur

Notaðu þitt BIM-gagnalíkan í Ajour til að flytja inn byggingarhlutakort.

Finndu öll nauðsynleg gögn

Auðvelt og fljótlegt er að leita að gögnum um rekstur og viðhald hvenær sem er og hvar sem er. 

Demonstration af AjourFM på web

Leikandi létt að stofna og prenta út byggingarhlutakortið þitt

Þú nýtir þér rekstrargagnagrunn til að aðlaga byggingarhlutakortin þín að yfirstandandi verki og tengir viðkomandi gagnablöð, ábyrgðaraðila o.fl við. 

Ábyrgur verktaki fyllir sjálfur út eigin byggingarhlutakort, sem eru því næst staðfest og samþykkt af ábyrgum verkefnastjóra.

Það er sáraeinfalt að prenta út öll eða tiltekin byggingarhlutakort, ásamt tengdum skrám. Einnig er hægt að flytja PDF-skjalið inn í AjourBox, sem heldur utan um öll skjöl sem þú átt og notar. 

Demonstration af AjourFM på web

Myndræn byggingarhlutatafla á netinu

Þú setur byggingarhlutakortin þín upp í rekstrargagnagrunni á netinu. Byggingarhlutakortið er grunnur fyrir rekstaráætlunina þína, sem þú notar til að skrásetja viðhald byggingarhlutanna og tryggja að ábyrgðir haldi gildi. 

Hægt er að byggja myndrænu byggingarhlutatöfluna upp eftir ýmist CCS-, SfB- eða FVK-byggingarhlutaskipan og þannig færðu í einni svipan yfirsýn yfir stöðuna á útfyllta byggingarhlutakortinu.