Skilvirkt, stafrænt verkfæri fyrir byggingar- og fasteignageirann

Haltu utan um fasteignina eða byggingarverkefnið með AjourInspect – þannig auðveldarðu þér alla skráningu í byggingarferlinu, jafnt á framkvæmdastiginu, við skil og við gallaskráningu.

Oft koma margir aðilar að einu byggingarverkefni og það getur verið flókið að halda yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem sinna þarf, til lengri og skemmri tíma og þvert á fagsvið verkefnisins. Við höfum nú fundið lausn á því. Með AjourInspect getur þú framkvæmt skoðun á byggingarsvæðinu og skráð niðurstöður í rauntíma, á vettvangi, og í kjölfarið úthlutað verkefnum á viðkomandi starfsmenn, án frekari tafa.°Þú getur hengt lýsingar, ljósmyndir, athugasemdir og GPS-hnit og hverja skráningu fyrir sig. 

Þú hefur alltaf yfirsýn yfir raunstöðu hverju sinni og getur séð hver á að vinna hvaða verk. Verktakafyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geta nýtt sér AjourInspect og byggt með því upp samstarfsvettvang þar sem allir sem koma að tilteknu verkefni fá að fylgjast með og fá allar nauðsynlegar upplýsingar um breytingar og framvindu. 

Prófaðu AjourInspect

Notaðu snjallsímann eða spjaldtölvuna til að vinna gögn:

Forskráning

Skrásettu ástand byggingarinnar áður en verkefnið fer af stað. Ef þú hefur ekki hlaðið upp teikningu geturðu sett upp ljósmyndateikningu á staðnum sem nota má við skráningar, og tengt myndir og lýsingar við skráninguna.

Athugasemdir um verkið eða tæknilegar spurningar

Hægt er að nota athugasemdir um verkið eða tæknilegar spurningar við stjórnun og skráningu á spurningum vegna verksins eða öðrum fyrirspurnum sem kalla á viðbrögð í verkferlinu.

Eins árs og fimm ára skoðanir

Þú færð aðgang að öllum gögnum um bygginguna við afhendingu, einnig um hugsanlega galla og gloppur, og það auðveldar eins árs og fimm ára skoðanir. Þú getur auðveldlega bætt við frekari gögnum og skráningum galla sem þarfnast úrbóta.

Gallar og gloppur

Skráðu gloppur um leið og það verður vart við þær. Gefðu upp staðsetningar á teikningunni og hengdu myndir og lýsingu við, ásamt upplýsingum um ábyrgðaraðila fyrir úrbótum. Hægt er að fullskrá gloppur á staðnum og fullgera viðbragðsferlið á staðnum og bæta ljósmyndum og athugasemdum við.

Byggingar- og ástandsskýrslur

Notaðu gátlista til að yfirfara eignina eða verkefnið°og tryggja að allir veigamiklir hlutir hafi verið skoðaðir. Þú getur sett upp sérsniðna gátlista sem hægt er að nota aftur og laga síðar að öðrum verkefnum.

Fagleg skoðun og öryggiseftirlit

Minnisatriði fyrir skoðun nýtast vel við gæðaeftirlit og -stjórnun, rekstur byggingarinnar og öryggisráðstafanir. Settu upp og notaðu sérhæfða gátlista með sértækum eftirlitsáætlunum til að yfirfara bygginguna eða fylgjast með öryggismálum.

Demonstration af AjourInspect app på tablet

Skilvirk°skráning og eftirfylgni á vettvangi

Þegar þú hefur AjourInspect til að stjórna byggingarverkefninu, allt frá fyrstu skóflustungu til verkloka, tryggir þú skilvirka stjórnun gæða og verkferla.

Árangurinn verður betri þegar vandamálin eru leyst jafnt og þétt, og þannig fæst einnig mun vandaðri afhendingarbygging með sem fæstum göllum og gloppum. Þá er verkkaupinn sáttur. Með skilvirkni ferla sparast tilföng hvert sem litið er.

Þú getur stofnað nýjar skráningar á meðan þú stendur á byggingarsvæðinu, beint inn á teikninguna, og hengt ljósmyndir, texta og gátlista. Um leið geturðu úthlutað verkefnum á tiltekin fyrirtæki eða einstaklinga, sem fá sjálfkrafa upplýsingar um verkefnin með tölvupósti.

Öll gögn eru tengd við merkinguna á teikningunni, sem fær sjálfkrafa tiltekið númer þegar þú samstillir. Viðtökufyrirtækið sér aðeins þær skráningar sem tengjast verkum sem það fyrirtæki er ábyrgt fyrir og getur síað og leitað í skráningunum.

Demonstration af AjourInspect på web

Yfirsýn í einni svipan yfir allt byggingarferlið , beint frá skrifborðinu

Ajour auðveldar þér að bæta inn minnisatriðum fyrir skoðun, gallaskráningum eða öðrum athugasemdum um verkefni og senda til samstarfsmanna eða ráðgjafa sem tengjast verkefninu. Skráningar eru gerðar og skjalfestar á vettvangi, með staðsetningu og teikningum, myndum, texta og öðru slíku, allt í gegnum AjourApp, og hægt er að vinna með öll slík gögn frá skrifstofunni. Það er einstaklega fljótlegt að byrja að nota AjourWeb. Það þarf ekki að setja neitt upp og þú getur nálgast forritið beint úr vafranum þínum. 

Á AjourWeb færðu í einni svipan heildaryfirsýn yfir stöðu hverrar skráningar. Skráningarnar eru litakóðaðar og flokkaðar eftir því hvort þær eru nýstofnaðar, í vinnslu, verki hafnað, verk ósamþykkt eða verki lokið. Um leið og skráningar eru stofnaðar breytist litur og fjöldi í stöðureitnum. 

Demonstration af AjourInspect på web

Skýrslur prentaðar út

Nú sleppur þú við að eyða tíma í skýrslugerð. Ajour-kerfið býr sjálfkrafa til skýrslurnar fyrir þig á PDF-sniði, sem hægt er að prenta út og afhenda. Þú getur ýmist prentað allar skráningar út í einu, ásamt myndgögnum, lýsingum og teikningu, eða valið sérstaklega þá skráningu sem þú vilt prenta út.