AjourObjects – eitt vefumsjónarkerfi fyrir byggingariðnaðinn 

Markmið Ajour System er að gera starfræna skráningu byggingariðnaðarins einfaldari og notendavænni. BIM er flókin aðferðafræði, en með Ajour kerfinu verða BIM verkferlar mun auðveldari viðureignar.

Við höfum þróað AjourObjects, sem er vefumsjónarkerfi (Content Management System (CMS)), fyrir Revit. Hér fær notandinn aðgang að öllum byggingar-hlutum sínum þar sem hann getur viðhaldið þeim eins og hann þarf.

Aðgangur að AjourObjects gerir notanda kleift að endurnýta skráningar og leita að upplýsingum um byggingarhluta, t.d. hlutarheiti, U-gildi, brunaeiginleikar o.fl. Kerfið styður við verkferlana hjá arkitektum, verkfræðingum og birgjum á eftirfarandi máta:

AjourObjects – einka gagnageymsla í skýinu fyrir arkitekta og verkfræðinga. Læra meira

AjourObjects - Molio samþætting. Læra meira

AjourObjects - Framleiðendur.  Læra meira

AjourObjects - CMS fyrir þitt fyrirtæki.

Ajour Objects kemur í stað hefðbundinna gagnagrunnageymslna með staðsetningu í skýinu. Þér eru tryggð samræmd gögn sem eru alltaf tiltæk og uppfærð. Í AjourObjects leitar þú að hlutum beint í Revit með einfaldri tækjastiku í skjáborði Revit. Þú finnur hlutina fljótt með nafni eða eftir eiginleika hlutanna.

Þú hleður þínum verkefnum upp í gagnagrunn verkefnahópsins skjótt og örugglega. Þú færð fulla innsýn í það hver notar hvað í AjourObjects í gegnum mælaborð kerfisins. Þú getur endurnýtt alla verkferla og byggingarhluta í framtíðarverkefnum nokkuð auðveldlega.

AjourObjects tryggir að þú getur alltaf fundið byggingarhluti með snjallri leitaraðgerðinni og notað þá aftur og aftur. Finndu hlutina sem þig vantar, fljótt og vertu viss um að líkönin verði ekki óþarflega þung.

Molio verðgagnagrunnur fyrir AjourObjects

Hægt er að nálgast 1.300 BIM-hluti sem passa við byggingarhluti rauða Molio verðgagnasafnsins.

Við bjóðum uppá nýjung og veitum notandum aðgang að öllum Molio gögnum úr rauðu Molio verðbókinni beint í Revit. Þú færð 1.300 BIM-hluti sem passa við byggingarhluta rauðu verðbókarinna, þér að kostnaðarlausu. Fáðu AjourObjects sem vefumsjónarkerfi (CMS) þar sem mögulegt er að samþætta mismunandi söfn byggingarhluta og leita að verði, U-gildum osfrv. Við tryggjum að Molio leyfið þitt sé samtengt AjourObjects.

Notkun á AjourObject sparar tíma og eykur skilvirkni. Á örfáum sekúndum finnurðu auðveldlega Revit-hlutina sem þú ert að nota með leitaraðgerð okkar beint í Revit.

AjourObjects.com - Framleiðendur

Er ný leið til að vinna með BIM-hluti. Í stað þess að hlaða niður byggingarhlut hleður þú niður forriti fyrir Revit, svokallaðri viðbót. Með þessari viðbót ertu að fá beinan aðgang að öllum hlutum okkar frá samstarfsaðilum okkar og dönskum birgjum.

Við erum stöðugt að stækka gagnagrunninn, búa til enn víðtækari gagnagrunn með þeim byggingarhlutum sem þú þekkir.

Ekki hafa áhyggjur af því að verkefnin ykkar verði full af gagnslausum breytum og upplýsingum – þið veljið sjálf hvaða gögn þið viljið tengja.

Byggingarhlutinn er til ókeypis nota - hlaðið niður viðbót hér.