AjourObjects to Revit

HJá Ajour snýst stafræn meðhöndlun byggingarferla aðallega um það hvernig við tengjum mismunandi gagnaupplýsingar saman – að láta upplýsingarnar flæða greiðlega. Markmiðið með AjourObjects er að draga úr erfiðleikastiginu í BIM og gera tæknina einfaldari

Í AjourObjects eru byggingarhlutarnir í fyrirrúmi og gögnum er miðlægt stýrt eða viðhaldið af kerfisstjóra. Það er með auðveldum hætti hægt að safna saman og endurnýta alla byggingarhluta úr öllum verkefnum og miðstýra öllum gögnum sem þeim fylgja. Það er almenn vitneskja að það eru töluverðir kostir að notast við skýjalausnir og einnig þegar það kemur að BIM (building information modeling) og VDC (virtual design and construction)

Með AjourObjects tengir maður, endurnotar eða leitar eftir hvaða upplýsingum sem er varðandi alla byggingarhluta, td U-Gildi, verð, brunakröfum eða hverju sem er. Hvort sem upplýsingarnar koma frá framleiðanda eða birgja eða frá okkur sjálfum þá er hægt að festa þær í kerfið. Þau samlegðaráhrif sem skapast milli framleiðanda og hönnunar lyftir hönnunarferlinu upp á nýjar hæðir. Ajour System býður framleiðendum upp á það að dreifa sýnum byggingarhlutum í gegnum okkar kerfi

Molio kostnaðaráætlun fyrir Ajourobjects

Við bjóðum upp á aðgang að Molio upplýsingum frá handbókum um nýbyggingar beint í Revit. Þú færð 1300 Bim-byggingarhluti sem samstillast með byggingarhlutum í rauðu verðbók Molio – kostnaðarlaust. Fáðu Ajourobjects sem CMS-kerfi þar sem það er mögulegt að samþætta hina ýmsu byggingarhlutasöfn sem gerir okkur kleyft að leita eftir verðum, U-gildum ofl. Við sjáum svo um að Molio leyfið samstillist með AjourObjects

Content Management System fyrir Revit

Ajourobjects er (CMS) skýjalausn sem kemur í staðin fyrir hefðbundna leit eftir byggingarhlutum með gagnagrunn í skýjunum. Það þýðir það að allir hafi aðgang að sömu gögnum og séu alltaf eins uppfærðir og það að hver og einn getur leitað eftir þeim gögnum sem hann þarf burt séð frá umfangi. Með AjourObjects er hægt að stýra þessu öllu i Revit með einföldum hætti í gegnum einn af stýrihnöppum í Revit.

Kosturinn við þetta er sá að allir byggingarhlutar, (Families), eru alltaf til staðar fyrir alla sem koma að hönnun verksins, eru alltaf uppfærðir og auðveldir að finna með því að leita eftir nafni eða tækniupplýsingum viðkomandi byggingahlutar.

Þú auðveldlega hleður upp þínum byggingarhlutum í skýjalausnina og deilir með þínum samstarfsfélögum eða verkefnahóp. Þú færð fulla yfirsýn yfir hvaða hlutir eru notaðir og hvar þeir eru notaðir í gegnum upplýsingaborð AjourObjects.

AjourObjects eykur skilvirkni, verkefni fyrir verkefni

Endurnýting er eitthvað sem við verðsetjum hátt. Við vitum að það er mikil vinna sem liggur að baki því að:

  • Búa til nýja BIM – byggingarhluta
  • Gæða byggingarhluta með viðeigandi gögnum
  • Finna rétta byggingarhluta sem notast eiga í verkefnið

AjourObjects tryggir það að þú finnir viðeigandi byggingarhluta í gegnum leitarvélina og þar með getur þú auðveldlega notað byggingarhlutann aftur og aftur. Með snjallri "insert" og "upload" aðgerð AjourObjects er engin þörf á að fylla módelin með óþarfa byggingarhlutum. Þú finnur alltaf viðeigandi byggingarhluta þegar þú þarft á því að halda. Settu inn þá byggingarhluta sem þú hefur hannað, samstarfsfélögunum þínum til mikillar gleði fyrir framtíðarverkefni ykkar.

AjourObjects tryggir gagnamagn í líkönum svo að líkönin verði ekki of þung í notkun

1.300 BIM – Byggingarhlutar sem samnýtast byggingarhlutum í „rauðu“ kostnaðarbókinni

Molio verðgögn fyrir AjourObjects

Nýjung sem býður upp á aðgang að öllum verðbókum Molio með beinu aðgang í Revit. Fáðu Ajourobjects sem CMS-kerfi þar sem það er mögulegt að samþætta hina ýmsu byggingarhlutasöfn sem gerir okkur kleyft að leita eftir verðum, U-gildum ofl. Við sjáum svo um að Molio leyfið samstillist með AjourObjects

AjourQTO – Ókeypis verkfæri fyrir magntöku úr líkani

AjourQTO (quantity take off) er trúlega einfaldasta lausnin á markaðinum í dag varðandi magntöku frá Revit – líkani yfir í Ecxel.

Ecxel Live link tryggir mun betri yfirsýn milli líkansins og ecxel. Þú smellir á byggingarhluta í Revit eða á nafn byggingarhluta á ecxelskjalinu og byggingarhlutinn kemur fram í hinu kerfinu.

AjourQTO er td hægt að nota til að útbúa lista yfir hurðir eða aðra lista sem geta nýst til útboðsgagna eða til útfyllingar annarra upplýsinga sem eiga að fara í BIM líkanið ss verð ofl

Verkfærið er ókeypis en það krefst Revit leyfis.

AjourQTO og magntölu og upplýsingar yfir á ecxel

  • Merktu við byggingarhluta sem þú vilt fá yfir á ecxel og flyttu hann yfir með einum smelli
  • Fermetratölur koma fram bæði með brúttó og nettó tölum þegar merkt er við byggingarhluta. Þannig færðu nákvæmari magntölur fyrir allar iðngreinar sem hægt er að notast við.

 Fáðu REVIT PLUGIN ÓKEYPIS