Lágmarkaðu byggingargalla með AjourQA

AjourQA er stafrænt verkfæri fyrir gæðastjórnun og gerð ljósmyndagagna. Þú eykur gæði gagnanna með því að útbúa þau og fullgera samhliða því sem verkið er unnið. Um leið sleppur þú því við að eyða óþarfa tíma í umsýslustörf á skrifstofunni. 

AjourBox er innbyggður hluti af AjourQA, en þar er vinnuteikningum og -gögnum deilt með iðnaðarmannateyminu um snjallsíma eða spjaldtölvur, sem auðveldar alla vinnu og hámarkar nákvæmni og gæðastjórnun samhliða allri vinnu. Þú færð góða yfirsýn og kerfið býr sjálfkrafa til útprentanir og skýrslur á PDF-sniði, tilbúnar til afhendingar.

  • Ef þú hefur heimild til er hægt að nota kerfið við skoðanir þar sem það er afar auðvelt að sækja öll tengd gögn fyrir tiltekin mál.
  • Með AjourBox sem innbyggt vefsvæði verkefna geta allir sem málið varðar auðveldlega nálgast efni og teikningar fyrir tiltekið verkefni. 

Lestu meira um AjourBox 

Notaðu snjallsímann eða spjaldtölvuna til að vinna gögn:

Umsjón með afhendingu

Notaðu AjourQA áður en eiginlegar framkvæmdir hefjast, til að staðfesta að undirbúningsvinna fyrri verktaka standist þær kröfur og vikmörk sem tilgreind eru í útboðsgögnunum. 

Umsjón með viðtöku

Þú getur ljósmyndað afhent gögn og fylgiskjöl. Hægt er að merkja afhendingarstað inn á teikningu eða með því að stilla GPS-hnit. Þú hefur hvenær sem er aðgang að fylgiskjölum í kerfinu og þarft aðeins að leita á einum stað.

Eftirlit með verkframkvæmdum

Eftirlit fer fram á grundvelli gátlista og með því að merkja inn á teikningu, fylla út eftirlitstöflu og tengja ljósmyndir af skoðunarviðfanginu við. Hægt er að leita í skráningunni til að finna einmitt þau gögn sem þarf að nota.

Frávikaskýrslur

Ef frávik frá samningum koma í ljós er kerfið notað til að skrásetja umfang frávikanna. Þú getur búið til PDF-skýrslu og sent hana til þíns verkkaupa.

Lokaeftirlit og aðalskoðun

Með því að nota gátlista og viðhengdar ljósmyndir er auðvelt að ljúka gagnaskráningu fyrir lokið verk. Með því að nota kerfið við heildarúttekt er hægt að lágmarka fjölda gátpunkta við afhendingu.

Skráning aukaverka

Notaðu AjourQA til að skrá alla viðbótarvinnu. Þannig heldurðu utan um öll gögn sem gerð verkreiknings grundvallast á.

Demonstration af AjourKS på web

Byrjaðu strax að vinna

Með Ajour kemstu fljótt af stað. Það þarf enga uppsetningu hugbúnaðar. Þú getur skráð þig inn á AjourQA hvar og hvenær sem er úr vafra á netinu. Þá þarftu aðeins að stofna þín verkefni og úthluta notendum og þá geturðu byrjað á gæðastjórnun á byggingarstaðnum eða verkefnisferlinu. 

 

Demonstration af AjourKS app på tablet

Ítarleg ljósmyndagagnaskráning

Þú sleppur við að hanga á skrifstofunni fram á kvöld og þarft aldrei að efast um nákvæmlega hvaða gögn hafa verið skráð.°Endanleg niðurstaða verður nákvæmari því þú getur skráð þig inn beint á teikningu af rétta tilvikinu og staðnum, á meðan þú ert á byggingarstaðnum, og bætt við myndum, texta og eftirlitstöflu.

 

Demonstration af AjourKS app på smartphone

Innbyggðar, fagmiðaðar eftirlitstöflur

Með því að nota eftirlitstöflur tryggir þú einsleitni allrar vinnslu mála hjá fyrirtækinu og auðveldar uppsetningu nýrra verka. Með°töfluna að vopni færðu auðveldlega yfirsýn yfir það sem þarf að fylgjast með og það er auðvelt og fljótlegt að bregðast við nýjum tilvikum og tengja athugasemdir við. 

Ajour útvegar sniðmátin sem þú þarft til að hefjast handa. Ef þitt fyrirtæki er þegar með eigin eftirlitstöflur getum við aðstoðað þig við að flytja þær inn í kerfið. Þar er hægt að sérsníða þær að hverju verkefni fyrir sig, allt eftir kröfunum í útboðseftirlitstöflunni.

Uppsetning á eftirlitstöflum fer fram í vefhluta Ajour. Hægt er að útbúa staðlaðar töflur fyrir hvert fyrirtæki, sem má síðan nota sem sniðmát fyrir nýstofnuð verk.

Eftirlitstöflurnar í AjourQA eru m.a. byggðar á gæðastjórnunarviðmiðum Dansk Byggeri, Byggeriets Kvalitetskontrol, Teknologisk Institut og Danske Maskinstationer, en þær má auðveldlega laga að eftirlitsverkferlum hvers fyrirtækis fyrir sig.