Sparaðu tíma og fjármagn með AjourTender

Með AjourTender er auðvelt og einfalt að setja upp útboð og úthluta verkum stafrænt. Allt ferlið, frá útboðslýsingu til mats á innkomnum tilboðum, er straumlínulagað, sem sparar þér tíma og tilföng og minnkar kostnað. Þú sleppur við að eyða tíma í vinnslu og dreifingu teikninga og gagna og þarft ekki að annast söfnun tilboða.

Með AjourTender færðu miðlægt vinnuumhverfi fyrir stjórnun og birtingu stöðu allra útboða. Tilboðsgjafi getur auðveldlega sjálfur sótt og prentað út útboðsefnið og afhent tilboð sitt með öllum fylgiskjölum beint gegnum kerfið. Auðvelt er að stilla lokafrest og viðvaranir og tilboðsaðilar fá tilkynningu nokkrum sinnum áður en fresturinn rennur út, sem tryggir enn betur að tilboðum verði skilað í tæka tíð.

  • Möguleiki á að halda mörg útboð°á sama verki samtímis
  • Uppsetning á útboðum í verk
  • Yfirlit yfir móttekin tilboð og verð
  • Uppsetning úthlutunar- og valforsendna fyrir útboð
  • Stenst kröfur IKT-tilskipunarinnar (um upplýsinga- og fjarskiptatækni)
  • Samþætt verkefnavefsvæði, AjourBox, með útgáfu- og endurskoðunarstjórnun

Lestu meira um AjourBox

Kostirnir við AjourTender

Einfalt í uppsetningu

Þú færð einfalda og örugga handleiðslu við uppsetningu, þ.m.t. að hlaða upp útboðsgögnum, skipta svæðinu niður eftir framkvæmdum og stjórna aðgangi þeirra sem bjóða í verkið.

Útboðsgögn

Það er fljótlegt og einfalt að hlaða upp útboðsgögnum í AjourBox, sem heldur sjálfkrafa utan um allar breytingar og uppfærslur og tilkynnir öllum tilboðsgjöfum jafnóðum um breytingar. 

Full skráning og ferill

Kerfið skráir öll tilvik og tryggir þér ítarlega rakningu, þannig að þú getir t.d. haft yfirsýn yfir hver hlóð upp hvaða útboðsgögnum.

Spurningar og svör

Tilboðsaðilar fá tækifæri til að senda inn spurningar nafnlaust. Auðvelt er að senda inn svör eða leiðréttingarblöð og gera sýnileg öllum tilboðsaðilum.

Tilboðum skilað á netinu

Tilboðsaðilar skila tilboðum sínum á netinu og útboðsaðili getur ekki séð tilboð sem hlaðið hefur verið upp fyrr en úthlutunarfresturinn er útrunninn.

Yfirlit yfir niðurstöður

AjourTender færir þér skýra yfirsýn og möguleika á því að birta niðurstöður hratt og auðveldlega, þannig að allir tilboðsaðilar fái þegar tilkynningu um niðurstöðurnar.

Demonstration af AjourUdbud på web

Myndrænt yfirlit

AjourTender færir þér fljótlegt, myndrænt yfirlit yfir þá aðila sem vilja taka þátt í útboðinu, hafa afþakkað þátttöku eða hafa ekki enn svarað og gefur þér um leið tækifæri á að senda áminningu á þá sem ekki hafa enn gefið svar. Tilboðum og fylgiskjölum er hlaðið upp og undir útboðinu er hægt að sjá hverjir hafa hlaðið upp tilboðum og hverjir eru enn ekki mættir.

Ajour ESPD

Við höfum innleitt sam evrópskt útboðsskjal inn í okkar kerfi. Skjalið styður við sömu tungumál og þau sem eru í kerfinu. Þér er velkomið að notast við þetta ferli ef þú ert þegar notandi í Ajour. Ef þú þarft að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu eða hvar sem er, þá er þér velkomið að hafa samband við okkur og við sýnum þér kosti AjourTender  

Farðu á espd